Svínafellshrossin
Sumarið 1973 fæddist á Svínafelli í Öræfum ljósmóálótt hryssa sem nefnd var Mön. Hún var af hreinum austur-skaftfellskum ættum, að mestu úr Hornafirðinum, og eins og vera ber er hægt að rekja ætt hennar aftur til Óðu-Rauðku 2 frá Árnanesi einum 146 sinnum. Í beinan kvenlegg var hún þó komin af svínfellskum hryssum, sem allar höfðu það sammerkt að vera litföróttar, og átti Mön það sameiginlegt með þeim. Þó var hún svo ljós á lit að ekki bar mikið á litförlinni, rétt eins og hjá ýmsum formæðrum hennar. Mön reyndist verða einn kyndilbera þessa sjaldgæfa litar, því þó hún sjálf væri fallin frá þegar Páll fór að skipta sér af málum og reyna að bjarga þessum lit, þá voru það afkvæmi hennar sem spiluðu hvað stærst hlutverk í þeirri byltingu sem þá varð. Litförótt afkvæmi hennar, Örvar, Mani, Skessa og Þjótur, voru ljósmynduð með reglulegu millibili og úr því varð fyrsta fræðilega lýsing á litbreytingarferli litföróttra hrossa sem vitað er af.
Annað gagn gerðu litföróttu hrossin frá Svínafelli einnig, til viðbótar við hið vanalega gagn sem hross gera fólki, því Dynur, sonur Skessu, var haldinn graður um nokkurt skeið, og undir hann var haldið ýmsum hryssum héðan og hvaðan, og voru þær fjölbreyttar að lit. Þessar tilraunir til litaræktunar hafa verið nefnd Dynsævintýrin, og úr þeim kom fjöldi litföróttra hrossa sem dreifst hefur um víða veröld og orðið til nokkurrar fjölgunar litföróttra hrossa.
Skessa og hennar ættbogi hljóta hér sínar eigin síður, þar sem Skessa var í folaldseignum á okkar snærum allnokkur ár, en hér að neðan má sjá myndir af hinum fjórum afkvæmum Manar, og lesa stuttlega um þau.
Annað gagn gerðu litföróttu hrossin frá Svínafelli einnig, til viðbótar við hið vanalega gagn sem hross gera fólki, því Dynur, sonur Skessu, var haldinn graður um nokkurt skeið, og undir hann var haldið ýmsum hryssum héðan og hvaðan, og voru þær fjölbreyttar að lit. Þessar tilraunir til litaræktunar hafa verið nefnd Dynsævintýrin, og úr þeim kom fjöldi litföróttra hrossa sem dreifst hefur um víða veröld og orðið til nokkurrar fjölgunar litföróttra hrossa.
Skessa og hennar ættbogi hljóta hér sínar eigin síður, þar sem Skessa var í folaldseignum á okkar snærum allnokkur ár, en hér að neðan má sjá myndir af hinum fjórum afkvæmum Manar, og lesa stuttlega um þau.
Önnur afkvæmi Manar
Örvar frá Svínafelli (IS1975177780)
F: Óþekktur
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Hinn brúnlitförótti Övar var slysafolald, kom undir þegar Mön var einungis veturgömul. Þrír ógeltir folar í Öræfunum komu til greina sem feður Örvars, en ekki varð úr því ráðið hver var valdur að tilvist hans. Örvar var smár vexti, ekki ósennilega vegna aldurs Manar, því önnur afkvæmi hennar voru meðalhross að stærð eða vel ríflega það. Þrátt fyrir smæðina var Örvar knár og kröftugur hestur.
F: Óþekktur
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Hinn brúnlitförótti Övar var slysafolald, kom undir þegar Mön var einungis veturgömul. Þrír ógeltir folar í Öræfunum komu til greina sem feður Örvars, en ekki varð úr því ráðið hver var valdur að tilvist hans. Örvar var smár vexti, ekki ósennilega vegna aldurs Manar, því önnur afkvæmi hennar voru meðalhross að stærð eða vel ríflega það. Þrátt fyrir smæðina var Örvar knár og kröftugur hestur.
Mani frá Svínafelli (IS1982177003)
F: Flosi 966 frá Brunnum - (A:8,24 B:7,93 H:8,56)
- FF: Ófeigur 818 frá Hvanneyri - (A:8,55 B:8,30 H:8,80)
- - FFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - FFM: Skeifa 2779 frá Kirkjubæ - (A:8,17 B:8,20 H:8,13)
- FM: Svala 3258 frá Brunnum - (A:8,38 B:8,30 H:8,47)
- - FMF: Sleipnir 539 frá Miðfelli - (A:7,97 B:8,00 H:7,93)
- - FMM: Irpa frá Brunnum
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Mani, bleikálóttur litföróttur, var úrvals hestur að gæðum, öllu faxprúðari en afkvæmi og afkomendur Flosa voru almennt. Ekki var Mani þó notaður til útreiða sem vera skyldi með jafn kostamikinn gæðing. Hann var taminn á Lambleiksstöðum en dvaldi annars alla sína ævi á Svínafelli.
F: Flosi 966 frá Brunnum - (A:8,24 B:7,93 H:8,56)
- FF: Ófeigur 818 frá Hvanneyri - (A:8,55 B:8,30 H:8,80)
- - FFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - FFM: Skeifa 2779 frá Kirkjubæ - (A:8,17 B:8,20 H:8,13)
- FM: Svala 3258 frá Brunnum - (A:8,38 B:8,30 H:8,47)
- - FMF: Sleipnir 539 frá Miðfelli - (A:7,97 B:8,00 H:7,93)
- - FMM: Irpa frá Brunnum
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Mani, bleikálóttur litföróttur, var úrvals hestur að gæðum, öllu faxprúðari en afkvæmi og afkomendur Flosa voru almennt. Ekki var Mani þó notaður til útreiða sem vera skyldi með jafn kostamikinn gæðing. Hann var taminn á Lambleiksstöðum en dvaldi annars alla sína ævi á Svínafelli.
Harpa frá Svínafelli (IS1984277780)
F: Stjarni frá Svínafelli
- FF: Stjarni frá Svínafelli
- - FFF: Ófeigur 818 frá Hvanneyri - (A:8,55 B:8,30 H:8,80)
- - FFM: Elding frá Svínafelli
- FM: Bleika frá Svínafelli
- - FMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - FMM: Alda frá Svínafelli
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Harpa var meðfærilegt hross til reiðar, dugleg og þæg. Eitt afkvæmi eignaðist hún, Sóða frá Svínafelli, undan Fífli 947 frá Flatey. Sóði var líkt og Harpa nokkuð skemmtilega móálóttur, liturinn bjartur og ljós. Þann lit hefur Harpa sennilegast sótt til móður sinnar, Manar, þar sem hún var svo ljósmóálótt að vart sást á henni litförótti liturinn. Ekki var Harpa þó litförótt, ein afkvæma Manar.
F: Stjarni frá Svínafelli
- FF: Stjarni frá Svínafelli
- - FFF: Ófeigur 818 frá Hvanneyri - (A:8,55 B:8,30 H:8,80)
- - FFM: Elding frá Svínafelli
- FM: Bleika frá Svínafelli
- - FMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - FMM: Alda frá Svínafelli
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Harpa var meðfærilegt hross til reiðar, dugleg og þæg. Eitt afkvæmi eignaðist hún, Sóða frá Svínafelli, undan Fífli 947 frá Flatey. Sóði var líkt og Harpa nokkuð skemmtilega móálóttur, liturinn bjartur og ljós. Þann lit hefur Harpa sennilegast sótt til móður sinnar, Manar, þar sem hún var svo ljósmóálótt að vart sást á henni litförótti liturinn. Ekki var Harpa þó litförótt, ein afkvæma Manar.
Þjótur frá Svínafelli (IS1990177780)
F: Straumur frá Tjörn
- FF: Röðull 1053 frá Akureyri - (A:8,01 B:7,94 H:8,09)
- - FFF: Kristall frá Kolkuósi - (A:8,05 B:8,06 H:8,03)
- - FFM: Rebekka 6016 frá Kolkuósi - (A:8,08 B:7,79 H:8,37)
- FM: Stjarna frá Miðfelli
- - FMF: Óþekktur
- - FMM: Óþekkt
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Þjótur var fagurjarpur litföróttur foli, taminn af Sögu Steinþórsdóttur á Bölta við Elliðavatn, og síðar seldur og endaði uppi í Þýskalandi. Þjótur óx upp með systur sinni Skutlu Straumsdóttur, og voru þau nokkuð skemmtilegt tvíeyki að sjá, bæði fagurlega jörp og nokkuð svipuð að sjá, en Þjótur litföróttur, svo að litbreytingar hans urðu enn auðsærri en annars.
F: Straumur frá Tjörn
- FF: Röðull 1053 frá Akureyri - (A:8,01 B:7,94 H:8,09)
- - FFF: Kristall frá Kolkuósi - (A:8,05 B:8,06 H:8,03)
- - FFM: Rebekka 6016 frá Kolkuósi - (A:8,08 B:7,79 H:8,37)
- FM: Stjarna frá Miðfelli
- - FMF: Óþekktur
- - FMM: Óþekkt
M: Mön frá Svínafelli
- MF: Þytur frá Svínafelli
- - MFF: Hrafn 583 frá Árnanesi - (A:8,01 B:8,00 H:8,02)
- - MFM: Elding frá Svínafelli
- MM: Bleika frá Svínafelli
- - MMF: Kolbeinn frá Bjarnanesi
- - MMM: Alda frá Svínafelli
Þjótur var fagurjarpur litföróttur foli, taminn af Sögu Steinþórsdóttur á Bölta við Elliðavatn, og síðar seldur og endaði uppi í Þýskalandi. Þjótur óx upp með systur sinni Skutlu Straumsdóttur, og voru þau nokkuð skemmtilegt tvíeyki að sjá, bæði fagurlega jörp og nokkuð svipuð að sjá, en Þjótur litföróttur, svo að litbreytingar hans urðu enn auðsærri en annars.
Júní 2013