Notkun sumarið 2015
Moli verður á Suðurlandi í sumar. Tollurinn er 50.000 kr með girðingargjaldi og einni sónarskoðun, án vsk. Fyrstu verðlauna hryssur fá við Mola gegn einvörðungu girðingar- og sónargjaldi (15.000 kr).
Forsvarsmaður: Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
S: 866-2632 / 852-1392
[email protected]
Moli er bleikblesóttur litföróttur og hefur 110 stig í kynbótamati, er það hæsta kynbótamat litförótts graðfola á Íslandi. Hann er rólegur og samvinnufús foli, prúður í umgengni, jákvæður og mannelskur án þess að sýna yfirgang. Hann er skrokkmjúkur, með góða hófa. Hann grípur tölt og brokk jöfnum höndum, og býr yfir skeiði (gangráðsarfgerð AA). Þá er hann stór og stæðilegur, og af stórum hrossum kominn.
Þann 12. apríl 2014 var Moli sýndur á ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, og hafnaði hann þar í þriðja sæti tveggja vetra fola. Hér má sjá myndband af Mola á sýningunni:
Forsvarsmaður: Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
S: 866-2632 / 852-1392
[email protected]
Moli er bleikblesóttur litföróttur og hefur 110 stig í kynbótamati, er það hæsta kynbótamat litförótts graðfola á Íslandi. Hann er rólegur og samvinnufús foli, prúður í umgengni, jákvæður og mannelskur án þess að sýna yfirgang. Hann er skrokkmjúkur, með góða hófa. Hann grípur tölt og brokk jöfnum höndum, og býr yfir skeiði (gangráðsarfgerð AA). Þá er hann stór og stæðilegur, og af stórum hrossum kominn.
Þann 12. apríl 2014 var Moli sýndur á ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, og hafnaði hann þar í þriðja sæti tveggja vetra fola. Hér má sjá myndband af Mola á sýningunni:
Molafélagið
Moli er fæddur vorið 2012 hjá Gísla Guðmundssyni í Hömluholti á Snæfellsnesi. Molafélagið keypti Mola af Ingu Hlíf Ásgrímsdóttur og Steinþóri Gunnarssyni í byrjun árs 2014. Stofnfélagar Molafélagsins eru fimm talsins; Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Jens Petersen, Kristinn Guðnason, Páll Imsland og Sveinn Steinarsson.
Litföróttur litur stendur enn höllum fæti í íslenska hrossastofninum eins og lesa má um annarstaðar á þessarri síðu, og varð það til þess að Molafélagið var stofnað. Markmiðið er að Moli hljóti gott stóðhestsuppeldi, og fái tækifæri til að geta af sér folöld og með því fjölga litföróttum hrossum.
Litföróttur litur stendur enn höllum fæti í íslenska hrossastofninum eins og lesa má um annarstaðar á þessarri síðu, og varð það til þess að Molafélagið var stofnað. Markmiðið er að Moli hljóti gott stóðhestsuppeldi, og fái tækifæri til að geta af sér folöld og með því fjölga litföróttum hrossum.
Það er ásetningur Molafélaga að reyna að stuðla að auknum viðgangi litförótts litar með markvissari viðleitni. Árangri hyggst félagið helst ná með því að:
Vorið 2013 stóð til að gelda Mola. Þegar Páll Imsland frétti af fyrirhugaðri geldingu Mola fylltist hann örvæntingu og snerist til varnar eistum hans. Ekki var til annar álitlegri litföróttur foli eða foli sem hugsanlega gæti skilað jafn jákvæðum árangri í ræktun litföróttra hrossa innan íslenska hrossastofnsins. Það má segja að hann hafi grátið folann út úr eigendunum.
Til þess að tryggja velgengni þessarar viðleitni leitaði Páll til Sveins Steinarssonar í Litlalandi og Kristins Guðnasonar í Árbæjarhjáleigu og bundust þeir samtökum um að eiga folann og halda hann graðan og koma honum til þroska og á framfæri sem stóðhestsefni. Þeir fengu síðan tvo aðra í lið með sér, þá Jens Petersen á Sæfelli á Stokkseyri og Eirík Vilhelm Sigurðarson í Vík í Mýrdal og stofnuðu Molafélagið um framtakið.
Ákvarðanir um framgang mála í félaginu eru teknar á fremur óformlegum fundum fimmmenninganna og kallast þeir fundir Molakaffi. Félaginu er daglega stjórnað af Eiríki Vilhelm og er hann forsvarsmaður þess, en Páll sér um að halda einhverjar skrár um aðgerðir, einskonar fundargerðir og söguritun. Þessi pistill er upphaf þeirrar sögu og ætlunin er að við hann bætist ár eftir ár.
- Búa vel að Mola og gera hlut hans góðan og sjá til hvort hann sem stóðhestur er gott efni til ræktunar vænna litföróttra hrossa þegar hann kemst á tamningar- og sýningaaldur.
- Stuðla að því að undir Mola komi góðar merar sem eru vænlegar til undaneldis á litföróttu og efna þannig strax til vænlegra litföróttra folalda.
- Auglýsa og sýna Mola og halda honum þannig þekktum, sýnilegum og í umræðu.
Vorið 2013 stóð til að gelda Mola. Þegar Páll Imsland frétti af fyrirhugaðri geldingu Mola fylltist hann örvæntingu og snerist til varnar eistum hans. Ekki var til annar álitlegri litföróttur foli eða foli sem hugsanlega gæti skilað jafn jákvæðum árangri í ræktun litföróttra hrossa innan íslenska hrossastofnsins. Það má segja að hann hafi grátið folann út úr eigendunum.
Til þess að tryggja velgengni þessarar viðleitni leitaði Páll til Sveins Steinarssonar í Litlalandi og Kristins Guðnasonar í Árbæjarhjáleigu og bundust þeir samtökum um að eiga folann og halda hann graðan og koma honum til þroska og á framfæri sem stóðhestsefni. Þeir fengu síðan tvo aðra í lið með sér, þá Jens Petersen á Sæfelli á Stokkseyri og Eirík Vilhelm Sigurðarson í Vík í Mýrdal og stofnuðu Molafélagið um framtakið.
Ákvarðanir um framgang mála í félaginu eru teknar á fremur óformlegum fundum fimmmenninganna og kallast þeir fundir Molakaffi. Félaginu er daglega stjórnað af Eiríki Vilhelm og er hann forsvarsmaður þess, en Páll sér um að halda einhverjar skrár um aðgerðir, einskonar fundargerðir og söguritun. Þessi pistill er upphaf þeirrar sögu og ætlunin er að við hann bætist ár eftir ár.
Ætt Mola og litur
Góðar ættir standa að Mola. Föðurleggurinn er skipaður hátt dæmdum og nafntoguðum hrossum. Faðir Mola, Kandís frá Litlalandi, er nú þegar þetta er skrifað í apríl 2014 fimm vetra gamall, og dæmdur með 8,65 fyrir byggingu. Kandís er undan Kvisti frá Skagaströnd og Kríu frá Litlalandi, en þau hlutu bæði næsthæstar einkunnir fimm vetra hrossa á Landsmóti 2008 á Hellu, um það leyti er Kandís kom undir. En þau eru bæði undan heiðursverðlaunahestum, þeim Hróðri frá Refsstöðum og Orra frá Þúfu.
Móðir Mola, Bleika-Svala frá Svínafelli, var bleiklitförótt undan Gusti frá Grund Flosasyni 966 frá Brunnum, þeim afkastagæðingi og kynbótahesti sem fluttur var af landi brott fyrr en margir hefðu viljað. Móðir Bleiku-Svölu var Skessa frá Svínafelli, einnig bleiklitförótt, undan Blesa 1000 frá Jaðri í Suðursveit, hinum þrekmikla og afspyrnukröftuga reiðskjóta Ingimars Bjarnasonar. Bleika-Svala var ósýnd, en gott reiðhross, geðgóð og dagfarsprúð.
Móðir Mola, Bleika-Svala frá Svínafelli, var bleiklitförótt undan Gusti frá Grund Flosasyni 966 frá Brunnum, þeim afkastagæðingi og kynbótahesti sem fluttur var af landi brott fyrr en margir hefðu viljað. Móðir Bleiku-Svölu var Skessa frá Svínafelli, einnig bleiklitförótt, undan Blesa 1000 frá Jaðri í Suðursveit, hinum þrekmikla og afspyrnukröftuga reiðskjóta Ingimars Bjarnasonar. Bleika-Svala var ósýnd, en gott reiðhross, geðgóð og dagfarsprúð.
Moli hefur litförótta litinn úr móðurættinni, en á Svínafelli varðveittist litförótti liturinn í hryssustofninum á 20. öld. Þar sem litföróttur litur er ríkjandi efðaeiginleiki, þá ætti annað hvort folald undan Mola að reynast litförótt.
Bleikan lit hefur Moli einnig úr móðurætt, en einkenni á álótta kyninu á Svínafelli var sérlega ljós og bjartur litur. Þannig má gera ráð fyrir því að Moli gefi fífilbleik, ljósmóálótt og bjart-bleikálótt folöld. Þetta er ólíkt þeim litblæ sem finna má í þeim hrossum sem sækja sinn álótta lit til Ófeigs 882 frá Flugumýri, og er því einnig fallið til að auka á fjölbreytileika litaflórunnar.
Bleikan lit hefur Moli einnig úr móðurætt, en einkenni á álótta kyninu á Svínafelli var sérlega ljós og bjartur litur. Þannig má gera ráð fyrir því að Moli gefi fífilbleik, ljósmóálótt og bjart-bleikálótt folöld. Þetta er ólíkt þeim litblæ sem finna má í þeim hrossum sem sækja sinn álótta lit til Ófeigs 882 frá Flugumýri, og er því einnig fallið til að auka á fjölbreytileika litaflórunnar.
Litir undan Mola
Moli er arfblendinn um litförótta genið og það eru því 50% líkur á litföróttu afkvæmi undan honum við hverja fyljun ef hryssan er ekki litförótt. Sé hrysan líka litförótt eru líkur á litföróttu afkvæmi 75%.
Litur hryssunnar að öðru leiti hefur einnig áhrif á mögulegan lit folaldanna. Hér má sjá við hvaða litum má búast eftir því hvernig litar hryssur eru leiddar undir Mola. Líkurnar á mismunandi litum eru mismiklar, en líkurnar á litföróttu eru alltaf 50% ef hryssan er ekki litförótt.
Litur hryssunnar að öðru leiti hefur einnig áhrif á mögulegan lit folaldanna. Hér má sjá við hvaða litum má búast eftir því hvernig litar hryssur eru leiddar undir Mola. Líkurnar á mismunandi litum eru mismiklar, en líkurnar á litföróttu eru alltaf 50% ef hryssan er ekki litförótt.
Ef hryssan ber svo einhver önnur litmynstur, svo sem skjótt eða grátt, þá getur folaldið einnig erft það mynstur frá móður sinni.
Moli er blesóttur, og því er líklegt að hann gefi sum folöld stjörnótt eða blesótt, einkum þó ef folaldið verður rautt, bleikt eða leirljóst.
- Gráar hryssur gefa litmöguleika eftir því í hvaða lit þær fæddust, auk þess sem þær gefa möguleika á því að afkvæmið gráni.
- Skjóttar hryssur gefa lit eftir því hvaða litur fylgir skjótta mynstrinu, og að auki getur folaldið orðið skjótt.
- Litföróttar hryssur gefa eins og áður segir auknar líkur á litföróttu afkvæmi, en annars þá má taka mið af því hvaða litur fylgir litförótta mynstrinu hjá hryssunni.
Moli er blesóttur, og því er líklegt að hann gefi sum folöld stjörnótt eða blesótt, einkum þó ef folaldið verður rautt, bleikt eða leirljóst.
Ganglag undan Mola
Moli hefur arfgerðina AA hvað gangráðinn varðar. Hann er arfhreinn um góðgangsútgáfu gangráðarins.
Þar sem Moli hefur arfgerðina AA lætur hann öllum afkvæmum sínum A í té, og því getur hann ekki gefið CC afkvæmi. Öll hans afkvæmi ættu að vera annað hvort alhliða eða klárhross með tölti.
Arfgerð hryssunnar hefur áhrif á það hvaða arfgerðir folöldin geta haft hvað gangráðinn varðar. Hér er yfirlit yfir hvaða arfgerðir folöld geta haft eftir því hvaða arfgerð hryssa sem haldið er undir Mola hefur:
- AA hross eru ýmist alhliða eða klárhross með tölti.
- CA hross eru vanalega klárhross með tölti.
- CC hross eru skeiðlaus með öllu og eru oftast treg til að tölta.
Þar sem Moli hefur arfgerðina AA lætur hann öllum afkvæmum sínum A í té, og því getur hann ekki gefið CC afkvæmi. Öll hans afkvæmi ættu að vera annað hvort alhliða eða klárhross með tölti.
Arfgerð hryssunnar hefur áhrif á það hvaða arfgerðir folöldin geta haft hvað gangráðinn varðar. Hér er yfirlit yfir hvaða arfgerðir folöld geta haft eftir því hvaða arfgerð hryssa sem haldið er undir Mola hefur:
- AA hryssa: 100% AA folöld
- CA hryssa: 50% AA folöld, 50% CA folöld
- CC hryssa: 100% CA folöld
Molaannáll
Árið 2012
Þetta fæðingarár Mola var ekki sögulegt. Hann gekk undir móður sinni og þroskaðist eðlilega í stóðinu á Hömluholti fram á vorið 2013.
Árið 2013
Vorið 2013 stóð til að gelda Mola eins og aðra ungfola sem ekki var ætlunin að þroskuðust graðir. Inn í þá atburðarás smeygði Páll sér og kom í veg fyrir geldinguna. Mola var þá komið fyrir í girðingu með öðrum ógeltum ungfolum á Grímarsstöðum í Andakíl og þar gekk hann á grænum grösum, óx og lék sér þroskandi ungfolaleiki fram undir haust. Seint í ágúst sótti Páll hann og fór með hann að Árbæjarhjáleigu þar sem hann var í hópi ungfola fram yfir áramótin 2014 að hann var fluttur á hús hjá Jens Petersen á Sæfelli.
Árið 2014
Þennan vetur var Moli á húsi hjá Jens Petersen á Stokkseyri sem gerði folann leiðitaman, járnaði hann og rakaði og gerði mannvanan og meðfærilegan. Folinn tók því öllu vel og var hinn prúðasti og þægilegasti í allri umgengni. Hann dafnaði vel og stækkaði og þroskaðist ágætlega. Undir vorið var ákveðið að fara með Mola á ungfolasýningu í Ölfushöllinni sem fylgir stórsýningu Sunnlenskra hestamanna á graðhestum, Graðhestaveislunni svokölluðu. Þá var folinn keyrður vestur að Litlalandi í Ölfusi og settur í bað, þveginn hátt og lágt og pússaður til. Greinilegt var að honum líkaði vel við baðmenninguna. Á sýningunni hinn 12. 4. 2014. stóð Moli sig vel og varð í 3. sæti tveggja vetra fola.
Sumarið 2014 fékk Moli samtals 8 hryssur til að þjónusta þetta fyrsta sumar sitt sem stóðhestur og fyljuðust þær allar. Fyrst fékk hann eina hryssu á húsi hjá Jens Petersen á Stokkseyri um vorið, leirljósa hryssu sem einnig er frá Hömluholti. Moli var síðan í hólfi að Árbæjarhjáleigu um sumarið og þar fékk hann 7 hryssur. Eina fékk hann með fyrstu verðlaun, þrjár með góð önnur verðlaun, tvær litföróttar systur, og eina ósýnda en mjög skörungs- og glæsilega.
Um haustið fór Moli ásamt öðrum ungfolum á útigang í Seli í Landssveit og var þar um veturinn í góðu yfirlæti og þroskaðist vel, stækkaði og stæltist. Þetta gerðist undir verndarvæng Kristins á Árbæjarhjáleigu.
Árið 2015
Moli var á útigangi í Seli þangað til snemma í apríl 2015 að hann fór í vikulanga heimsókn til Heklu Hermundsdóttur á Hellu, þar sem þau ræddu grunnmannasiði graðhesta. Þaðan fékk hann þá umsögn að hann væri skrokkmjúkur, námsfús og ljúfur í umgengni. Að vikunni liðinni fór hann svo til að Litlalandi til að þroskast frekar og dafna þar til sumarannir graðfola hefjast.
Þetta fæðingarár Mola var ekki sögulegt. Hann gekk undir móður sinni og þroskaðist eðlilega í stóðinu á Hömluholti fram á vorið 2013.
Árið 2013
Vorið 2013 stóð til að gelda Mola eins og aðra ungfola sem ekki var ætlunin að þroskuðust graðir. Inn í þá atburðarás smeygði Páll sér og kom í veg fyrir geldinguna. Mola var þá komið fyrir í girðingu með öðrum ógeltum ungfolum á Grímarsstöðum í Andakíl og þar gekk hann á grænum grösum, óx og lék sér þroskandi ungfolaleiki fram undir haust. Seint í ágúst sótti Páll hann og fór með hann að Árbæjarhjáleigu þar sem hann var í hópi ungfola fram yfir áramótin 2014 að hann var fluttur á hús hjá Jens Petersen á Sæfelli.
Árið 2014
Þennan vetur var Moli á húsi hjá Jens Petersen á Stokkseyri sem gerði folann leiðitaman, járnaði hann og rakaði og gerði mannvanan og meðfærilegan. Folinn tók því öllu vel og var hinn prúðasti og þægilegasti í allri umgengni. Hann dafnaði vel og stækkaði og þroskaðist ágætlega. Undir vorið var ákveðið að fara með Mola á ungfolasýningu í Ölfushöllinni sem fylgir stórsýningu Sunnlenskra hestamanna á graðhestum, Graðhestaveislunni svokölluðu. Þá var folinn keyrður vestur að Litlalandi í Ölfusi og settur í bað, þveginn hátt og lágt og pússaður til. Greinilegt var að honum líkaði vel við baðmenninguna. Á sýningunni hinn 12. 4. 2014. stóð Moli sig vel og varð í 3. sæti tveggja vetra fola.
Sumarið 2014 fékk Moli samtals 8 hryssur til að þjónusta þetta fyrsta sumar sitt sem stóðhestur og fyljuðust þær allar. Fyrst fékk hann eina hryssu á húsi hjá Jens Petersen á Stokkseyri um vorið, leirljósa hryssu sem einnig er frá Hömluholti. Moli var síðan í hólfi að Árbæjarhjáleigu um sumarið og þar fékk hann 7 hryssur. Eina fékk hann með fyrstu verðlaun, þrjár með góð önnur verðlaun, tvær litföróttar systur, og eina ósýnda en mjög skörungs- og glæsilega.
Um haustið fór Moli ásamt öðrum ungfolum á útigang í Seli í Landssveit og var þar um veturinn í góðu yfirlæti og þroskaðist vel, stækkaði og stæltist. Þetta gerðist undir verndarvæng Kristins á Árbæjarhjáleigu.
Árið 2015
Moli var á útigangi í Seli þangað til snemma í apríl 2015 að hann fór í vikulanga heimsókn til Heklu Hermundsdóttur á Hellu, þar sem þau ræddu grunnmannasiði graðhesta. Þaðan fékk hann þá umsögn að hann væri skrokkmjúkur, námsfús og ljúfur í umgengni. Að vikunni liðinni fór hann svo til að Litlalandi til að þroskast frekar og dafna þar til sumarannir graðfola hefjast.
Apríl 2015