Þann 29. maí 2008 reið yfir Suðurlandsskjálfti að styrkleika 6,3 á richterkvarða. Hann varð mörgum til tjóns og orsakaði ýmislegt ófyrirséð. Eitt slíkt atvik var burður Ösku það árið, því hún kastaði merfolaldi skömmu eftir skjálftann, þremur vikum fyrr en áætlað var. Sú stutta var svo sannarlega stutt, en spræk engu að síður, og móálótt litförótt eins og Aska sjálf. Þegar einstaklingur kemur í heiminn við aðstæður sem þessar, þá er ekki annað við hæfi en að nafngift dragi dám af atburðum, og því var fyrirburinn nefndur Spraka. Merkingin er tvíþætt, því annarsvegar sprakaði í jörð við skjálftann, og hinsvegar er spraka eitt heiti lúðu. En lúðan er eins og litförótt hross, ekki við eina fjölina felld hvað lit varðar, dökk að ofan en hvít að neðan.
Ekki er hægt að segja að mikið beri á því að Spröku kippi í föðurkynið við fyrstu kynni. Í öllu æði er hún eins og snýtt út úr nösinni á Ösku, og eru þær ískyggilega líkar í útliti. Það væri gaman að hafa kynnst Ösku þegar hún var folald og tryppi til að geta borið þær mæðgur saman, en sennilegast er að Spraka komi til með að vaxa úr grasi í ímynd móður sinnar. Spraka hefur þegar sýnt að hún hefur skapsmuni til að bera, ræður yfir öðrum hrossum og lætur ekki eiga inni hjá sér. Hún lætur þó eiga við sig, hálfs árs gömul var hún gerð leiðitöm, og krafðist það meiri lagni en beita þurfti við systkyni hennar, en heppnaðist þó. Leiða má líkum að því að fara þurfi rétt að henni þegar kemur að því að temja hana til reiðar.
Spraka var tekin undan seinni hluta vetrar og flutt upp í Efra-Langholt þar sem hún var getin. Þar tóku á móti henni nokkur systkyni hennar, Bláskjásbörn, sem og önnur folöld. Folöldin voru haldin saman í tveimur stíum á húsi, hryssur sér og folar sér. Spraka var vitanlega sett með kynsystrum sínum, en í ljós kom að það var ekki gott ráð, því hún hélt öllum hinum merfolöldunum frá heyi og grenjaði eftir móður sinni. Hún var þá sett í hestastíuna, og voru þeir nokkru harðari af sér en hryssurnar, og sátt komst á fyrir rest. Svo virðist sem vinskapur hafi tekist milli Spröku og móálóttrar vindóttrar systur hennar, því þær halda sig títt saman á útigangi.
Þó útlit og persónuleiki Spröku sæki meira í móðurætt en föðurætt má gera því skóna að hæfileikar til gangs og reiðar hafi komið frá báðum foreldrum. Í framgöngu minnir hún á Ösku, vaskleg, kraftmikil og laus við hik. Þá er hún hágeng, skrefdrjúg og sýnir bæði brokk og tölt, en eins og með flest afkvæmi Ösku er tilvist skeiðs óvís. Helga Gústavsdóttir í Miðengi á Spröku hálfa, og hefur haft veg og vanda af uppeldi hennar. Tamning á Spröku gekk þokkalega, en varlega var farið í hana vegna smæðar Spröku miðað við burði tamningamanns.
Spröku var nú um miðjan júní 2013 haldið undir Draupni frá Stuðlum, leirljósan fola, tvævetran, undan Kiljani frá Steinnesi og heiðursverðlaunahryssunni Þernu frá Arnarhóli. Ösku, móður Spröku var einnig haldið undir Draupni, og er það í fyrsta sinn sem þær mæðgur hittast eftir að Spraka var tekin undan á fyrsta vetri. Ekki festi Spraka þó fang við folanum í þetta sinn.
Myndir af Spröku
Ekki er hægt að segja að mikið beri á því að Spröku kippi í föðurkynið við fyrstu kynni. Í öllu æði er hún eins og snýtt út úr nösinni á Ösku, og eru þær ískyggilega líkar í útliti. Það væri gaman að hafa kynnst Ösku þegar hún var folald og tryppi til að geta borið þær mæðgur saman, en sennilegast er að Spraka komi til með að vaxa úr grasi í ímynd móður sinnar. Spraka hefur þegar sýnt að hún hefur skapsmuni til að bera, ræður yfir öðrum hrossum og lætur ekki eiga inni hjá sér. Hún lætur þó eiga við sig, hálfs árs gömul var hún gerð leiðitöm, og krafðist það meiri lagni en beita þurfti við systkyni hennar, en heppnaðist þó. Leiða má líkum að því að fara þurfi rétt að henni þegar kemur að því að temja hana til reiðar.
Spraka var tekin undan seinni hluta vetrar og flutt upp í Efra-Langholt þar sem hún var getin. Þar tóku á móti henni nokkur systkyni hennar, Bláskjásbörn, sem og önnur folöld. Folöldin voru haldin saman í tveimur stíum á húsi, hryssur sér og folar sér. Spraka var vitanlega sett með kynsystrum sínum, en í ljós kom að það var ekki gott ráð, því hún hélt öllum hinum merfolöldunum frá heyi og grenjaði eftir móður sinni. Hún var þá sett í hestastíuna, og voru þeir nokkru harðari af sér en hryssurnar, og sátt komst á fyrir rest. Svo virðist sem vinskapur hafi tekist milli Spröku og móálóttrar vindóttrar systur hennar, því þær halda sig títt saman á útigangi.
Þó útlit og persónuleiki Spröku sæki meira í móðurætt en föðurætt má gera því skóna að hæfileikar til gangs og reiðar hafi komið frá báðum foreldrum. Í framgöngu minnir hún á Ösku, vaskleg, kraftmikil og laus við hik. Þá er hún hágeng, skrefdrjúg og sýnir bæði brokk og tölt, en eins og með flest afkvæmi Ösku er tilvist skeiðs óvís. Helga Gústavsdóttir í Miðengi á Spröku hálfa, og hefur haft veg og vanda af uppeldi hennar. Tamning á Spröku gekk þokkalega, en varlega var farið í hana vegna smæðar Spröku miðað við burði tamningamanns.
Spröku var nú um miðjan júní 2013 haldið undir Draupni frá Stuðlum, leirljósan fola, tvævetran, undan Kiljani frá Steinnesi og heiðursverðlaunahryssunni Þernu frá Arnarhóli. Ösku, móður Spröku var einnig haldið undir Draupni, og er það í fyrsta sinn sem þær mæðgur hittast eftir að Spraka var tekin undan á fyrsta vetri. Ekki festi Spraka þó fang við folanum í þetta sinn.
Myndir af Spröku
Júní 2013