Ýmislegt má finna á þessarri síðu, hér til hliðar er hægt að smella á tengla til að komast á mismunandi síðuhluta, og kennir þar ýmsra grasa. Þar má meðal annars finna lýsingu á litförótta litnum, eðli hans og útliti, og einnig tölfræðilega úttekt á stöðu litförótta litarins í íslenska hrossastofninum. Þá er að finna umfjöllun um litföróttu hrossaræktina hjá okkur Imslöndum, og um litföróttu hrossin á Svínafelli. Fremstur í þeirra flokki er hinn bleiklitförótti Moli frá Hömluholti, sem er í eigu Molafélagsins. Þá má finna lista yfir litförótta graðhesta og -fola sem eru til notkunar á Íslandi. Á honum má finna nær alla þá litföróttu hesta sem hafa náð tveggja vetra aldri, hafa enn alla kirtla og eru enn innan landssteinanna. Endilega hafið samband við eigendur og fáið að koma með hryssur til fola, eða fáið fola í hryssur.
Þessir litföróttu folar eru vitanlega mis ættstórir, en eins sagt hefur verið, þá ríður maður hvorki langt á ættinni né litnum. Það eru gæði einstaklingsins sem máli skipta. Eins og dæmin sanna þá geta hross sem þykja ættlítil eða ættlaus reynst hinir mestu skörungar, og er nærtækt að líta til hinna þriggja stórstjarna sem hafa tröllriðið íslenskri hrossarækt á seinni hluta 20. aldar. Hrafn 802 frá Holtsmúla, Ófeigur 882 frá Flugumýri og Orri frá Þúfu eiga það allir sammerkt að vera ekki alfarið af háeðlum ættum langsýndra hrossa, þó hafa þeir allir reynst góðir einstaklingar sem hafa gefið af sér gæðahross öðrum hrossum fremur. Það er mikið gagn að því fyrir hrossastofninn að sem ólíkustum og flestum línum hrossa sé haldið við í honum, svo að hægt sé að sporna við því að fábreytni erfða valdi því að sjúkdómar grasseri og almennum styrk og heilsu hraki. Þá er litafjölbreytnin verðmæt í aurum talið, hross með fagran eða óvenjulegan lit er verðmeira en sambærilegt hross í hversdagslegum lit. Þannig er það hrossaræktinni til framdráttar að nota ættsmá hross í óvenjulegum litum samhliða hinum ættstærri, svo lengi sem hugað er að gæðum einstaklingsins, til að viðhalda erfðafjölbreytni, litskrúði og verðmæti innan stofnsins.
Þessir litföróttu folar eru vitanlega mis ættstórir, en eins sagt hefur verið, þá ríður maður hvorki langt á ættinni né litnum. Það eru gæði einstaklingsins sem máli skipta. Eins og dæmin sanna þá geta hross sem þykja ættlítil eða ættlaus reynst hinir mestu skörungar, og er nærtækt að líta til hinna þriggja stórstjarna sem hafa tröllriðið íslenskri hrossarækt á seinni hluta 20. aldar. Hrafn 802 frá Holtsmúla, Ófeigur 882 frá Flugumýri og Orri frá Þúfu eiga það allir sammerkt að vera ekki alfarið af háeðlum ættum langsýndra hrossa, þó hafa þeir allir reynst góðir einstaklingar sem hafa gefið af sér gæðahross öðrum hrossum fremur. Það er mikið gagn að því fyrir hrossastofninn að sem ólíkustum og flestum línum hrossa sé haldið við í honum, svo að hægt sé að sporna við því að fábreytni erfða valdi því að sjúkdómar grasseri og almennum styrk og heilsu hraki. Þá er litafjölbreytnin verðmæt í aurum talið, hross með fagran eða óvenjulegan lit er verðmeira en sambærilegt hross í hversdagslegum lit. Þannig er það hrossaræktinni til framdráttar að nota ættsmá hross í óvenjulegum litum samhliða hinum ættstærri, svo lengi sem hugað er að gæðum einstaklingsins, til að viðhalda erfðafjölbreytni, litskrúði og verðmæti innan stofnsins.
Júní 2013