Þann 29. maí 2009, einu ári eftir Suðurlandsskjálftann 2008, reið nokkuð myndarleg jarðskjálftahrina yfir á Reykjanesi, og bar þar mest á einum skjálfta um kvöldið sem mældist 4,7 á richterkvarða. Ekki reið við einteyming í því samhengi, því aftur kastaði Aska jarðskjálftadaginn, einu ári upp á dag eftir að Spraka kom í heiminn, en í þetta sinn var það hestfolald. Mest um vert við þennan fæðingardag er þó að þann dag var 131 árs ártíð Kristjáns Ólafssonar bónda í Bár, sem í fjölskyldunni er ætíð nefndur Afi í Bár. Því varð úr að folinn hlaut nafnið Afi í höfuðið á Kristjáni.
Ekki reyndist þó hlaupið að því að greina litinn á Afa, því í fæðingarfeldinum virtist Afi bleikálóttur, en er hann gekk úr reyndist liturinn í raun móálóttur. Aukna prýði hefur Afi þó af því að vera einnig skjóttur tvístjörnóttur með ægishjálm á vinstra auga. Skemmtilegt er að geta þess að Afi hefði getað orðið næstum hvernig sem er á litinn. Einungis grátt, fölt, vindótt og slettuskjótt kom ekki til greina, en allar aðrar samsetningar sem vitað er til að íslensk hross bjóði upp á hefðu getað orðið uppi á teningnum. Aska býður upp á álótt og litförótt, auk brúns eða rauðs litarefnis. Kinnskær býður upp á leirlitt og skjótt auk þess að geta gefið jarpt
Strax frá fyrsta degi var ljóst að Afi væri vakur, enda kaus hann helst sem folald að spana um á skeiði eða tölti, en greip þó brokk þegar svo bar undir. Eins og hálfs mánaðar gamall var Afi bandvaninn og gekk það sæmilega, beita þurfti eilitlum samningaviðræðum svo lærdómurinn kæmist í gegn, en áður en yfir lauk kippti Afi sér ekki upp við að vera teydur um utanhúss.
Rúmlega veturgamall fór Afi í vist norður á Röðul, og þjónaði hann hryssum þar í tvö sumur. Að því loknu kom hann aftur suður á land, síðsumars 2012. Í ársbyrjun 2013 fór hann í tamningu í Eystra-Fróðholti hjá Sæla, og gekk þar með í fótspor móður sinnar. Sýndi hann af sér góðan þokka þar, vilja, ganghæfni á tölti og skeiði, en einnig full öra lund sem er honum nokkuð til trafala í viðskiptum við manninn. Ljóst var frá byrjun að aldrei yrði folinn stór, enda undan litlum hesti og lítilli hryssu, þannig að sökum smæðar var hann geltur að lokinni mánaðartamningu.
Undir vor, þegar honum hafði gefist tími til að átta sig á tilveru eftir geldingu fór hann svo í framhaldstamningu hjá öðrum tamningamanni, en hún gekk ekki sem skyldi. Klárinn kom úr henni bundinn á gangi og ákaflega hvumpinn og hræddur við manninn. Hann var svo ófús til samvinnu að íhugað var að fella hann, en þessi í stað var brugðið á það ráð að fá Heklu Hermundsdóttur hestahvíslara til að ræða málin við hann. Kom í ljós að Afi hafði allslæm bakeymsl, og þar af leiðandi tengt alt það sem hann var beðinn um í tamningu við sársauka. Þá hefur hann einnig hlíft bakinu svo að vöðvarnir höfðu mikið rýrnað. Hekla hefur unnið í því að styrkja bak Afa, og í því að greiða úr sálarflækjum þeim sem samskiptaörðugleikar hafa valdið klárnum. Er hann nú allur annar, óhræddur að verða, sáttari við manninn, bakeymslin að lagast, og aukinheldur er hann mikið að styrkjast á gangi. Þannig að óhætt er að segja að Hekla hafi komið Afa til bjargar, og kunnum við henni góðar þakkir fyrir það.
Ekki reyndist þó hlaupið að því að greina litinn á Afa, því í fæðingarfeldinum virtist Afi bleikálóttur, en er hann gekk úr reyndist liturinn í raun móálóttur. Aukna prýði hefur Afi þó af því að vera einnig skjóttur tvístjörnóttur með ægishjálm á vinstra auga. Skemmtilegt er að geta þess að Afi hefði getað orðið næstum hvernig sem er á litinn. Einungis grátt, fölt, vindótt og slettuskjótt kom ekki til greina, en allar aðrar samsetningar sem vitað er til að íslensk hross bjóði upp á hefðu getað orðið uppi á teningnum. Aska býður upp á álótt og litförótt, auk brúns eða rauðs litarefnis. Kinnskær býður upp á leirlitt og skjótt auk þess að geta gefið jarpt
Strax frá fyrsta degi var ljóst að Afi væri vakur, enda kaus hann helst sem folald að spana um á skeiði eða tölti, en greip þó brokk þegar svo bar undir. Eins og hálfs mánaðar gamall var Afi bandvaninn og gekk það sæmilega, beita þurfti eilitlum samningaviðræðum svo lærdómurinn kæmist í gegn, en áður en yfir lauk kippti Afi sér ekki upp við að vera teydur um utanhúss.
Rúmlega veturgamall fór Afi í vist norður á Röðul, og þjónaði hann hryssum þar í tvö sumur. Að því loknu kom hann aftur suður á land, síðsumars 2012. Í ársbyrjun 2013 fór hann í tamningu í Eystra-Fróðholti hjá Sæla, og gekk þar með í fótspor móður sinnar. Sýndi hann af sér góðan þokka þar, vilja, ganghæfni á tölti og skeiði, en einnig full öra lund sem er honum nokkuð til trafala í viðskiptum við manninn. Ljóst var frá byrjun að aldrei yrði folinn stór, enda undan litlum hesti og lítilli hryssu, þannig að sökum smæðar var hann geltur að lokinni mánaðartamningu.
Undir vor, þegar honum hafði gefist tími til að átta sig á tilveru eftir geldingu fór hann svo í framhaldstamningu hjá öðrum tamningamanni, en hún gekk ekki sem skyldi. Klárinn kom úr henni bundinn á gangi og ákaflega hvumpinn og hræddur við manninn. Hann var svo ófús til samvinnu að íhugað var að fella hann, en þessi í stað var brugðið á það ráð að fá Heklu Hermundsdóttur hestahvíslara til að ræða málin við hann. Kom í ljós að Afi hafði allslæm bakeymsl, og þar af leiðandi tengt alt það sem hann var beðinn um í tamningu við sársauka. Þá hefur hann einnig hlíft bakinu svo að vöðvarnir höfðu mikið rýrnað. Hekla hefur unnið í því að styrkja bak Afa, og í því að greiða úr sálarflækjum þeim sem samskiptaörðugleikar hafa valdið klárnum. Er hann nú allur annar, óhræddur að verða, sáttari við manninn, bakeymslin að lagast, og aukinheldur er hann mikið að styrkjast á gangi. Þannig að óhætt er að segja að Hekla hafi komið Afa til bjargar, og kunnum við henni góðar þakkir fyrir það.
Apríl 2014