Imbra hefur verið seld
Þann 6.6.'06 eignaðist Aska brúnstjörnótt merfolald. Í fyrstu þótti freistandi að nefna gripinn Sexu, en Imbra varð þó uppi á teningnum. Það nafn tengist þó einnig dagsetningunni, því um þetta leyti voru Imbrudagar að sumri. Imbrudagar eru fjórum sinnum ár hvert, í upphafi hvers ársfjórðungs kirkjuársins. Líkum hefur verið leitt að því að þetta kirkjulega slanguryrði, Imbrudagar, hafi komið í íslensku úr engilsaxnesku, og upphafleg merking þessa orðs hafi verið umferðardagar, eða flökkudagar, því þeir voru í tengslum við flökkuhátíðir, í þessu tilfelli við Hvítasunnuna.
Sex mánaða gömul fékk Imbra svolitla tamningu. Þrátt fyrir að hafa nærri engin samskipti átt við mannfólk var hún fljót til og á tveimur tímum lærði hún að láta mýla sig og var gerð bandvön. Ekki svo löngu síðar var hún teymd upp á kerru og keyrð út á Reykjanes í vist í Ásgarði. Þar dvaldi hún fram á vor í góðu yfirlæti, en var svo á ný flutt austur fyrir fjall og í Efra-Langholt.
Veturgömul var Imbra orðin faxprúð, og með myndarlegt tagl, en illa fór þó fyrir því. Á þriðja vetri flæktist það allt í einn stóran hroðalokk sem ekki varð leystur með neinum venjulegum ráðum. Því var brugðið á það ráð um miðjan júlímánuð 2009 að skera drjólann af. Þetta var gert að kveldi til, og var nokkur ókyrrð í tryppastóðinu. Þó var hægt að ganga að Imbru og mýla hana. Þegar svo var komið tekur stóðið allt á rás frá okkur, yfir hæð og út á mýri. Imbra stendur samt sem áður pollróleg hjá okkur og lætur skera af sér taglið án umkvörtunar. Svo þegar henni er sleppt tekur hún á rás upp hæðina og dokar þar við stundarkorn í kvöldsólinni áður en hún heldur niður brattann.
Veturinn 2010-11 var Imbra í tvígang tekin á hús í Efra-Langholti og tamin af Berglindi Ágústsdóttur, mánuð í hvort sinn. Berglind segir Imbru vera snotra hryssu, með góðan fóta- og höfuðburð og ásetugóðan gang, en svolítið viðkvæma. Því var brugðið á það ráð að lána Imbru í folaldseign, sjá til hvort hún taki ekki þroska við að taka ábyrgð á folaldi.
Hún er nú fylfull við Sólóni frá Vesturkoti (tölt 9,5 - brokk 9 - stökk 9 - vilji/geðslag 9).
Afkvæmi Imbru:
Dropi frá Vestukoti, brúnstjörnóttur, 2012. F: Dofri frá Steinnesi
Feykir frá Reykjavík, rauður tvístjörnóttur, 2013. F: Glóðafeykir frá Halakoti
Þann 6.6.'06 eignaðist Aska brúnstjörnótt merfolald. Í fyrstu þótti freistandi að nefna gripinn Sexu, en Imbra varð þó uppi á teningnum. Það nafn tengist þó einnig dagsetningunni, því um þetta leyti voru Imbrudagar að sumri. Imbrudagar eru fjórum sinnum ár hvert, í upphafi hvers ársfjórðungs kirkjuársins. Líkum hefur verið leitt að því að þetta kirkjulega slanguryrði, Imbrudagar, hafi komið í íslensku úr engilsaxnesku, og upphafleg merking þessa orðs hafi verið umferðardagar, eða flökkudagar, því þeir voru í tengslum við flökkuhátíðir, í þessu tilfelli við Hvítasunnuna.
Sex mánaða gömul fékk Imbra svolitla tamningu. Þrátt fyrir að hafa nærri engin samskipti átt við mannfólk var hún fljót til og á tveimur tímum lærði hún að láta mýla sig og var gerð bandvön. Ekki svo löngu síðar var hún teymd upp á kerru og keyrð út á Reykjanes í vist í Ásgarði. Þar dvaldi hún fram á vor í góðu yfirlæti, en var svo á ný flutt austur fyrir fjall og í Efra-Langholt.
Veturgömul var Imbra orðin faxprúð, og með myndarlegt tagl, en illa fór þó fyrir því. Á þriðja vetri flæktist það allt í einn stóran hroðalokk sem ekki varð leystur með neinum venjulegum ráðum. Því var brugðið á það ráð um miðjan júlímánuð 2009 að skera drjólann af. Þetta var gert að kveldi til, og var nokkur ókyrrð í tryppastóðinu. Þó var hægt að ganga að Imbru og mýla hana. Þegar svo var komið tekur stóðið allt á rás frá okkur, yfir hæð og út á mýri. Imbra stendur samt sem áður pollróleg hjá okkur og lætur skera af sér taglið án umkvörtunar. Svo þegar henni er sleppt tekur hún á rás upp hæðina og dokar þar við stundarkorn í kvöldsólinni áður en hún heldur niður brattann.
Veturinn 2010-11 var Imbra í tvígang tekin á hús í Efra-Langholti og tamin af Berglindi Ágústsdóttur, mánuð í hvort sinn. Berglind segir Imbru vera snotra hryssu, með góðan fóta- og höfuðburð og ásetugóðan gang, en svolítið viðkvæma. Því var brugðið á það ráð að lána Imbru í folaldseign, sjá til hvort hún taki ekki þroska við að taka ábyrgð á folaldi.
Hún er nú fylfull við Sólóni frá Vesturkoti (tölt 9,5 - brokk 9 - stökk 9 - vilji/geðslag 9).
Afkvæmi Imbru:
Dropi frá Vestukoti, brúnstjörnóttur, 2012. F: Dofri frá Steinnesi
Feykir frá Reykjavík, rauður tvístjörnóttur, 2013. F: Glóðafeykir frá Halakoti
Apríl 2014