Páli hlotnaðist folatollur undir Jó frá Kjartannstöðum, og fékk Skessu lánaða hjá Magnúsi í Svínafelli. Sumarið 1998 kom Höm í heimin, dökkbleiklitförótt. Hún óx úr grasi i Svínafelli og varð stórt og stæðilegt mertryppi. Hanný Heiler átti helming í Höm og tamdi hana. Að tamningu lokinni var Höm lánuð í folaldseignir, og komu undan henni tvö folöld. Ekki vildi þó betur til en svo að án vitundar og samþykkis eigenda Hamar var hún seld úr landi. Hún er nú í Finnlandi og ku hafa það gott þar samkvæmt stúlkunni sem ríður út á henni þar. Þannig að Höm sjálfri líður vel þrátt fyrir búferlaflutningana.
Júní 2013