Júní 2013
Feður, mæður og aðrir áar
Til að rækta hross þarf bæði hest og hryssu, og hjá flestum sem rækta í smáum stíl er vanalega einungis annað tveggja í eigu ræktandans. Það á vissulega við í okkar ræktun, og því getur hér að líta svipmyndir af nokkrum þeim hestum og hryssum sem lagt hafa erfðaefni til ræktunar sem við höfum haft með að gera. Í flestum tilfellum eru þetta hestar eða folar, en einnig er að finna myndir af nokkrum hryssum sem hafa ýmist átt stærri þátt í litföróttri ræktun en aðrar, eða standa okkur nær. Þá er í sumum tilfellum að finna tengla að síðum sem eigendur, ræktendur eða annað áhugafólk hefur gert um viðkomandi einstaklinga.