Skessa var næstsíðasta afkvæmi Manar frá Svínafelli, fædd árið 1986, bleiklitförótt smástjörnótt. Í eigin persónu varð hún ekki til mikilla afreka á lífsleiðinni, var bróðurpart æfinnar í folaldseignum, en stóð sig vel í móðurhlutverkinu. Það var ekki annað hægt en að fá það á tilfinninguna að hún væri sérlega blíð og þægileg móðir. Um æfina eignaðist hún 10 afkvæmi, hið fyrsta níu vetra gömul og hið síðasta 23 vetra. Tveir synir hennar hafa verið haldnir graðir, og þær tvær dætur hennar sem komust á legg hafa átt afkvæmi. 14 árum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta afkvæmi kom í heiminn fyrsta barna-barna-barna-barnabarn hennar. Óhætt er að segja að út af henni sé þegar kominn þó nokkur ættbogi, og er hann dreifður víða um heim, því finna má afkvæmi og afkomendur Skessu víða í Evrópu. Til að mynda er sonarsonur hennar, brúnlitförótti fyrstu verðlauna graðhesturinn Hamur frá Blesastöðum, búsettur í Danmörku, og nýtist hann því miður ekki til að fjölga litföróttum hrossum heima á Íslandi.
Dynur frá Svínafelli, brúnlitföróttur, 1993. F: Kalsi frá Ásatúni.
Bleika-Svala frá Svínafelli, bleiklitförótt, 1995. F: Gustur frá Grund.
„Stjarna“ frá Svínafelli, rauðstjörnótt, 1996. F: Garpur frá Svínafelli.
Höm frá Svínafelli, bleiklitförótt, 1998. F: Jór frá Kjartansstöðum.
„Tvistur“ frá Svínafelli, rauðtvístjörnóttur, 2000. F: Tígur 1200 frá Álfhólum.
Landi frá Skarði, móálóttur, 2002. F: Vígar frá Skarði.
Imsland frá Skarði, bleiksmástjörnóttur, 2004. F: Gídeon frá Lækjarbotnum.
Skæringur frá Skarði, bleikur, 2006. F: Gídeon frá Lækjarbotnum
Bleiki-Blesi frá Skarði, bleikblesóttur, 2007. F: Gídeon frá Lækjarbotnum.
Haraldur hárfagri frá Árbæjarhjáleigu, brúnlitföróttur blesóttur, 2008. F: Ægir frá Móbergi.
Dynur frá Svínafelli, brúnlitföróttur, 1993. F: Kalsi frá Ásatúni.
Bleika-Svala frá Svínafelli, bleiklitförótt, 1995. F: Gustur frá Grund.
„Stjarna“ frá Svínafelli, rauðstjörnótt, 1996. F: Garpur frá Svínafelli.
Höm frá Svínafelli, bleiklitförótt, 1998. F: Jór frá Kjartansstöðum.
„Tvistur“ frá Svínafelli, rauðtvístjörnóttur, 2000. F: Tígur 1200 frá Álfhólum.
Landi frá Skarði, móálóttur, 2002. F: Vígar frá Skarði.
Imsland frá Skarði, bleiksmástjörnóttur, 2004. F: Gídeon frá Lækjarbotnum.
Skæringur frá Skarði, bleikur, 2006. F: Gídeon frá Lækjarbotnum
Bleiki-Blesi frá Skarði, bleikblesóttur, 2007. F: Gídeon frá Lækjarbotnum.
Haraldur hárfagri frá Árbæjarhjáleigu, brúnlitföróttur blesóttur, 2008. F: Ægir frá Móbergi.
Júní 2013