Sumarið 2002 dvaldi Aska hjá brúntvístjörnóttum tvævetrum Glampasyni, Ísaki frá Selfossi. Þau gátu saman Kreik, sem því miður fékk hvorki litförótta eða álótta litinn frá Ösku, né heldur slettuskjóttu erfðirnar frá Ísaki, heldur reyndist bara einlitur brúnn.
Kreikur var graður nokkurn tíma, og þjónaði hryssum fyrst þriggja vetra gamall í víðum fjalllendishaga að Svínhóli í Dölum. Þegar hann kom aftur af fjalli var hann sílspikaður og vel haldinn, svo vægt sé til orða tekið. Næsta vor kom þó á daginn að ekki var það vegna getuleysis, því nóg var af folöldum vorið eftir. Þrjú merfolaldanna voru sett á, eitt heima en tvö seld austur á land. Þá hafa tvö húsmálsfolöld komið undan honum í Reykjavík, þar af annað litförótt undan litföróttri hryssu.
Sumarið 2009 var Kreikur í stóði með 35 hryssum í Sölvholti í Flóa og sýndi hann þar að hann er úrræðagóður. Eftir nokkra dvöl þar hefur hann greinilega verið búinn að fylja sínar hryssur, því hann tók að sækja í geldstóð á öðrum bæjum. Þær aðfarir leyndu því ekki að Kreikur er vitskepna. Yfir stutt haft milli skurðanna sem skilja að löndin er strengdur girðingarstubbur og þar gerði hann fyrstu tilraun sína til komast yfir og tókst hún. Þetta gerði hann á þann hátt að hann smeygði hausnum inn í möskva á girðingunni og mjakaði vírunum til, út og suður og upp og niður þar til gatið var orðið svo stórt að hann gat smogið í gegn. Þetta uppgötvaðist strax og var Kreikur tekinn úr nágrannastóðinu, girðingin gerð rammgerðari og folinn settur aftur til meranna. Þá brá hann á það ráð að fara yfir skurð sem alla jafna er ófær og því ógirtur, en var vegna hinna miklu þurka nærri vatnslaus. Fyrir þær sakir var Kreikur handsamaður á ný svo hann færi ekki að geta lausaleikskróga með hryssum sem voru honum óviðkomandi. Kreikur var fluttur í folastóð niðri á Eyrarbakka samdægurs, þar sem rauðskjóttur foli, mikill vexti og áflogaglaður, tók óblíðlega á móti honum. Upp hófst rimma milli hans og Kreiks sem varði alllengi, og átti Kreikur í fullu fangi að verjast ágengni þess skjótta. Auðsætt var að hann hafði litla löngun til áfloga, hafði hugann sennilega enn við kvenkynið. Þó fór svo að lokum að Kreikur náði að fella skjóna kylliflatan, og vildi svo vel til fyrir Kreik að í byltunni slengdi sá skjótti afturfæti í rafmagnsstreng og fékk stuð. Brá honum mjög við það, og ályktaði greinilega að Kreikur væri valdur að, og játaði sig því sigraðan, þó honum þætti það síður en svo ljúft.
Veturinn eftir þetta var Kreikur geltur. Hann hefur reynst ágætis reiðhestur, meðfærilegur og þýðgengur, og fer vel með knapann hvort sem hann er alls óreyndur eður ei.
Kreikur var graður nokkurn tíma, og þjónaði hryssum fyrst þriggja vetra gamall í víðum fjalllendishaga að Svínhóli í Dölum. Þegar hann kom aftur af fjalli var hann sílspikaður og vel haldinn, svo vægt sé til orða tekið. Næsta vor kom þó á daginn að ekki var það vegna getuleysis, því nóg var af folöldum vorið eftir. Þrjú merfolaldanna voru sett á, eitt heima en tvö seld austur á land. Þá hafa tvö húsmálsfolöld komið undan honum í Reykjavík, þar af annað litförótt undan litföróttri hryssu.
Sumarið 2009 var Kreikur í stóði með 35 hryssum í Sölvholti í Flóa og sýndi hann þar að hann er úrræðagóður. Eftir nokkra dvöl þar hefur hann greinilega verið búinn að fylja sínar hryssur, því hann tók að sækja í geldstóð á öðrum bæjum. Þær aðfarir leyndu því ekki að Kreikur er vitskepna. Yfir stutt haft milli skurðanna sem skilja að löndin er strengdur girðingarstubbur og þar gerði hann fyrstu tilraun sína til komast yfir og tókst hún. Þetta gerði hann á þann hátt að hann smeygði hausnum inn í möskva á girðingunni og mjakaði vírunum til, út og suður og upp og niður þar til gatið var orðið svo stórt að hann gat smogið í gegn. Þetta uppgötvaðist strax og var Kreikur tekinn úr nágrannastóðinu, girðingin gerð rammgerðari og folinn settur aftur til meranna. Þá brá hann á það ráð að fara yfir skurð sem alla jafna er ófær og því ógirtur, en var vegna hinna miklu þurka nærri vatnslaus. Fyrir þær sakir var Kreikur handsamaður á ný svo hann færi ekki að geta lausaleikskróga með hryssum sem voru honum óviðkomandi. Kreikur var fluttur í folastóð niðri á Eyrarbakka samdægurs, þar sem rauðskjóttur foli, mikill vexti og áflogaglaður, tók óblíðlega á móti honum. Upp hófst rimma milli hans og Kreiks sem varði alllengi, og átti Kreikur í fullu fangi að verjast ágengni þess skjótta. Auðsætt var að hann hafði litla löngun til áfloga, hafði hugann sennilega enn við kvenkynið. Þó fór svo að lokum að Kreikur náði að fella skjóna kylliflatan, og vildi svo vel til fyrir Kreik að í byltunni slengdi sá skjótti afturfæti í rafmagnsstreng og fékk stuð. Brá honum mjög við það, og ályktaði greinilega að Kreikur væri valdur að, og játaði sig því sigraðan, þó honum þætti það síður en svo ljúft.
Veturinn eftir þetta var Kreikur geltur. Hann hefur reynst ágætis reiðhestur, meðfærilegur og þýðgengur, og fer vel með knapann hvort sem hann er alls óreyndur eður ei.
Júní 2013