Til stóð að Brák yrði bleikskjótt blesótt litförótt, en hún reyndist móálótt að lit. Brák kippir þó í föðurkynið hvað hæð varðar, en faðir hennar, Æsir frá Oddgeirshólum var einir 150 cm á herðar er til byggingardóms kom. Þá hjálpar eflaust til að þegar Ösku var haldið undir Kandís frá Litlalandi á húsi að hún var gengin of langt fram yfir folaldsgangmálið og fyljaðist ekki, þannig að Brák hefur fengið að ganga undir fram á annan vetur. Að öðru leyti er Brák óskrifað blað.
Júní 2013