Litförótti liturinn
Litföróttur litur í íslenskum hrossum einkennist af litbreytingarferli, þar sem litur einstaklingsins breytist í hringrás litar og litleysis, ætíð á sama hátt, ár eftir ár. Hinn litförótti hestur fer litum. Lýsingar á því hvernig þessu litbreytingarferli er háttað hafa breyst með áranna rás. Þegar farið var að fjalla um hrossaliti á skipulegan hátt í riti á Íslandi var því haldið fram að hrossin væru dökk um sumarið, en ljós á vetrum eins og sjá má hér:
Litnum er þannig háttað, að nýgengin úr hárum eru hrossin dökkrauð, brún, jörp eða bleik. Þegar hárið hefir staðið lítinn tíma, lýsist það í broddinn, og því meir, sem lengur líður, og að vetrinum eru þau venjulega hvít, nema í andliti og framan á fótleggjunum. Er hrossið gengur úr hárunum næsta sinn, kemur það dökkt úr gamla hamnum, og svo gengur þetta ár hvert.
Snemma á 10. áratugnum fór Páll að velta hestalitum fyrir sér, skoða þá og mynda. Litförótt hross var erfitt að finna, en í Svínafelli í Öræfum hitti hann fyrir fjögur systkyni litförótt, af gömlum Svínfellskum stofni. Eigandi hrossanna, Magnús Lárusson á Svínafelli, var ekki sammála rituðum lýsingum á litförótta litnum, og sagði sín hross ekki vera ljós á vetrum. Páll hóf þá reglulegar ferðir til Svínafells, þar sem hann myndaði hrossin með nokkurra vikna millibili, svo að litbreytingarferlið væri allt kortlagt. Þessar myndatökur leiddu í ljós að litbreytingarferlið er nátengt vexti vetrar- og sumarfelds, hrossin væru dökk á vetrum þegar feldurinn er hvað mestur, hvít vor og haust þegar feldurinn er millisíður, og ljósleit um sumarið þegar feldurinn er hvað styttstur. Úr þessum myndaseríum spratt fyrsta fræðilega lýsing á litbreytingarferli litföróttra hrossa sem vitað er af, en hún birtist í Hrossaræktinni III árið 1995, titluð "Að fara litum: litbreytingasaga litföróttra hrossa og umræða um fágæta hrossaliti í ljósi áhrifanna af ræktun"
Tengslin við hárafarið eru þau að rétt eins og í ull má finna tvær ólíkar gerðir hára, tog og þel, er feldur hrossa einnig samsettur úr tveimur ólíkum háragerðum. Vindhárin, sem samsvara toginu, eru grófgerðari og til þess fallin að verja hrossið fyrir veðri og vindum og hrinda frá sér vatni. Undirhárin, sem samsvara þelinu, eru svo aftur fingerðari og gegna því hlutverki að halda varma að hrossinu. Á flestum hrossum eru vindhárin og undirhárin svipuð að lit, en á litföróttum hrossum eru undirhárin alhvít, en vindhárin hafa sama lit og ef hrossið væri ekki litförótt. Þar sem undirhárin og vindhárin vaxa í ólíkum takti breytist litur litföróttra hrossa eftir því sem feldurinn breytist. Hér á eftir verður litbreytingarferlið rakið og myndskreytt með myndum af brúnlitföróttri unghryssu í okkar eigu, Jóru frá Bár. Myndirnar eru ekki teknar sama árið, en þar sem litbreytingarferlið er hið sama frá ári til árs lýsa þær því engu að síður nokkuð vel. Feldskiptin geta átt sér stað einhverju fyrr eða síðar ár hvert, eftir fóðrun, tíðarfari og heilsu, en gerast þó á sama hátt.
Hér er Jóra í vetrarfeldi og er að sjá eins og flest brún hross. Brún vindhárin eru í fullri lengd og hylja hvít undirhárin algerlega. Á dóttur hennar má sjá glytta í hvítan undirhárafeldinn svo að ljósum blæ slær á nára.
Jóra er byrjuð að fara úr hárum. Dökk vindhárin eru tekin að losna og feldurinn verður gisnari. Greina má hvítan undirhárafeldinn þó hann sé ekki enn orðinn áberandi. Einnig sést hvítt frostmerki á hálsi.
Dökki vindhárafeldurinn er orðinn mun gisnari og hvítur undirhárafeldurinn orðinn áberandi.
Jóra hefur fellt dökka vindhárafeldinn og hvítur undirhárafeldurinn þekur búkinn. Undirhár vaxa ekki á höfði og leggjum, og því eru þau svæði ekki hvít.
Hér er hvítur undirhárafeldurinn langt genginn að falla af, og í ljós kemur snöggur, dökkur vindhárafeldur sumarsins.
Jóra er komin í sumarfeld, búin að fella bæði dökkan vindhárfeld og hvítan undirhárafeld, og er nú í snöggum dökkum vindhárafeldi.
Þremur vikum síðar eru hvít undirhárin vaxin á ný, og orðin jafnlöng dökkum vindhárunum, svo að feldurinn er jöfn blanda hvítra hára og dökkra.
Þegar fer að hausta lengjast hvítu undirhárin svo að Jóra verður hvítari að sjá. Þegar hér er komið eru dökku vindhárin þó einnig farin að lengjast á vissum svæðum, og því eru þau svæði dökk. Eftir því sem líður á haustið lengjast dökku vindhárin þar til þau eru komin í fulla vetrarlengd og hvítu undirhárin eru hulin eins og sjá má á fyrstu myndinni í þessarri syrpu. Hér má einnig sjá áhrif sólar á lit, þar sem faxið á Jóru er orðið rauðleitt af upplitun.
Litförótti liturinn getur komið fyrir með hvaða öðrum lit sem er, þó rauðlitförótt og brúnlitförótt sé algengast, en það endurspeglar einungis að rautt og brúnt eru algengustu litir íslenskra hrossa. Þó getur verið erfitt að greina litföróttan lit í sumum tilfellum. Helst eru það grá-litförótt, höttótt-litförótt, ljósleirljós-litförótt og föl-litförótt hross sem geta leynt því að þau eru litförótt. Þó geta ljósbleik, ljósbleikálótt, ljósmóálótt og ljósmoldótt hross stundum verið litförótt án þess að mikið beri á því.
Litförótti liturinn getur komið fyrir með hvaða öðrum lit sem er, þó rauðlitförótt og brúnlitförótt sé algengast, en það endurspeglar einungis að rautt og brúnt eru algengustu litir íslenskra hrossa. Þó getur verið erfitt að greina litföróttan lit í sumum tilfellum. Helst eru það grá-litförótt, höttótt-litförótt, ljósleirljós-litförótt og föl-litförótt hross sem geta leynt því að þau eru litförótt. Þó geta ljósbleik, ljósbleikálótt, ljósmóálótt og ljósmoldótt hross stundum verið litförótt án þess að mikið beri á því.
Litförótt erfist ríkjandi, það er að segja, til þess að hross geti verið litförótt þarf það að eiga allavegana annað foreldrið litförótt. Liturinn getur ekki falið sig á milli ættliða án þess að sjást, nema í ofantöldum tilfellum, þar sem hrossin eru í raun litförótt, en liturinn torveldir að litförlin sjáist. Þannig getur einlit hryssa sem á litförótt foreldri ekki eignast litförótt afkvæmi nema með litföróttum hesti.
Því hefur lengi verið haldið fram að fóstur sem hefur fengið litföróttan lit frá báðum foreldrum sé ekki lífvænlegt og að hryssan gangi aftur og geti fest fang næsta gangmál. Þessar hugmyndir má rekja til greinar sem Hintz og Van Vleck skrifuðu og kom úr í vísindaritinu Journal of Heredity árið 1979. Sú rannsókn var byggð á tölfræði unninni á ættbókarfærslum belgískra dráttarhesta í Bandaríkjunum. Japanskir vísindamenn birtu grein í vísindaritinu Journal of Agricultural Science, Tokyo Nogyo Daigaku árið 2002 þar sem þeir drógu í efa að þetta ætti við í Hokkaido hestinum. Sömuleiðis hafa komið fram litföróttir graðhestar undan tveimur litföróttum í evrópskum og norður-amerískum kynjum sem hafa getið af sér fjölda afkvæma með einlitum hryssum án þess að eignast nokkuð einlitt afkvæmi, og eru því sennilegast arfhreinir litföróttir. Því má álíta að ekkert mæli gegn því að halda litföróttri hryssu undir litföróttan hest til að auka líkurnar á því að fá litförótt folald. Hættan á því að hryssan festi ekki fang sé sú hin sama og ef hesturinn væri einlitur.
Því hefur lengi verið haldið fram að fóstur sem hefur fengið litföróttan lit frá báðum foreldrum sé ekki lífvænlegt og að hryssan gangi aftur og geti fest fang næsta gangmál. Þessar hugmyndir má rekja til greinar sem Hintz og Van Vleck skrifuðu og kom úr í vísindaritinu Journal of Heredity árið 1979. Sú rannsókn var byggð á tölfræði unninni á ættbókarfærslum belgískra dráttarhesta í Bandaríkjunum. Japanskir vísindamenn birtu grein í vísindaritinu Journal of Agricultural Science, Tokyo Nogyo Daigaku árið 2002 þar sem þeir drógu í efa að þetta ætti við í Hokkaido hestinum. Sömuleiðis hafa komið fram litföróttir graðhestar undan tveimur litföróttum í evrópskum og norður-amerískum kynjum sem hafa getið af sér fjölda afkvæma með einlitum hryssum án þess að eignast nokkuð einlitt afkvæmi, og eru því sennilegast arfhreinir litföróttir. Því má álíta að ekkert mæli gegn því að halda litföróttri hryssu undir litföróttan hest til að auka líkurnar á því að fá litförótt folald. Hættan á því að hryssan festi ekki fang sé sú hin sama og ef hesturinn væri einlitur.
Litförótti liturinn í gegnum tíðina
Frá því maðurinn tók að temja villt dýr sér til fylgdar hefur hann haft tilhneigingu til að halda upp á ýmis sérkennileg tilbrigði við lit og lögun villtra frænda hinna tömdu dýra. Þetta má glöggt sjá í búfjárstofnum heimsins, þar má finna fjölbreytilegra útlit en innan flestra tegunda sem maðurinn hefur ekki skipt sér af. Þessi tilbrigði hafa komið upp á löngu skeiði, sum hafa eflaust þegar verið til þegar maðurinn tók að temja skepnur, önnur hafa komið fram á sjónarsviðið snemma í tamningarsögunni, en enn önnur hafa komið fram á seinni tímum.
Fyrstu mögulegu merki um tamin hross eru um 6000 ára gömul, þannig að töluverður tími hefur liðið frá því að litbrigðum hrossa fór að fjölga. Sennilegast þykir að bleikálóttur litur sé hinn náttúrulegi litur hrossa, og önnur litbrigði séu enn til staðar vegna þess að maðurinn hefur gert þeim hátt undir höfði. Eins og flestum hestamönnum ætti að vera kunnugt er talið að hinn íslenski hrossastofn dagsins í dag eigi einungis rætur sínar að rekja til hrossa sem flutt voru til landsins á landnámsöld. Því er hægt að slá því svo gott sem föstu að þau litbrigði sem til eru í íslenskum hrossum og er einnig að finna í erlendum kynjum séu í minnsta lagi þúsund ára gömul, en sennilegast þó eldri en það.
Fyrstu mögulegu merki um tamin hross eru um 6000 ára gömul, þannig að töluverður tími hefur liðið frá því að litbrigðum hrossa fór að fjölga. Sennilegast þykir að bleikálóttur litur sé hinn náttúrulegi litur hrossa, og önnur litbrigði séu enn til staðar vegna þess að maðurinn hefur gert þeim hátt undir höfði. Eins og flestum hestamönnum ætti að vera kunnugt er talið að hinn íslenski hrossastofn dagsins í dag eigi einungis rætur sínar að rekja til hrossa sem flutt voru til landsins á landnámsöld. Því er hægt að slá því svo gott sem föstu að þau litbrigði sem til eru í íslenskum hrossum og er einnig að finna í erlendum kynjum séu í minnsta lagi þúsund ára gömul, en sennilegast þó eldri en það.
Litföróttur litur er gott dæmi um slíka útbreiðslu litbrigðis, þar sem hann má finna í ákaflega ólíkum kynjum sem eru dreifð um víða veröld, og eiga sennilegast nokkuð langt í síðasta sameiginlega forfeður. Hann má finna meðal hins svokallaða staðalhests, kyns kerrukapphlaupahesta sem hafa verið ræktaðir til að ýmist brokka eða skeiða fyrir léttikerru í kerrukappakstri. Það kyn á uppruna sinn í fjölda hraðskreiðra, léttbygðra stórhrossa í Norður-Ameríku á 18. til 19. öld. Einhver þeirra hafa verið litförótt þar sem meðal staðalhesta dagsins í dag er eitthvað um litförótt hross, þó ekki séu þau algeng. Þá er litföróttur litur algengur meðal Ardennerhesta, sem er gamalt kyn sterkra dráttarhrossa frá Niðurlöndum sem var í fyrndinni á hæð við íslensk hross en var ræktað stærra svo þau væru bæði öflugri og kjötmeiri. Einnig má nefna Hokkaido hestinn, sem er kyn hrossa á nyrstu eyju Japans. Svipar þeim nokkuð til íslenskra hrossa í útliti, og hefur saga þeirra nokkurn samhljóm með sögu íslenska hestsins. Uppruni þeirra er talinn vera í hrossum sem sjómenn fluttu á eyjuna á 17.-19. öld og létu ganga þar sjálfala árið um kring, svo hægt væri að nota þau til síldarflutnings þegar þörf krafði. Aðstæður á eyjunni eru ekki mildar, og urðu þau hross sem lifðu af því einkar harðger og nægjusöm. Meðal þeirra er litförótti liturinn sérlega algengur, jafnvel talið að um helmingur stofnsins sé litföróttur. Þar sem til eru um 2000 einstaklingar af Hokkaidokyni má gera ráð fyrir því að um 1000 þeirra séu litföróttir. Ekki eru til svo mörg litförótt hross á lífi á Íslandi, tala þeirra er langt því frá svo há, sennilegast ekki nema á milli 400 og 500 talsins, í allra hæsta lagi.
Fjöldi litföróttra hrossa í íslenska stofninum er óþarflega lítill, sérstaklega þegar litið er til þess að erlendir hrossakaupendur sækja nokkuð í að kaupa litförótt hross, og fer töluverður fjöldi þeirra úr landi ár hvert. Þó hefur baráttan fyrir því að fjölga litföróttum hrossum skilað nokkrum árangri. Hér að neðan má líta nokkrar myndrænar lýsingar á tölfræði litförótts litar á Íslandi undanfarna áratugi. Gögnin sem liggja að baki þessum útreikningum eru fengin úr VeraldarFeng þann 13. nóvember 2009. Hráar leitarniðurstöður voru unnar á þann veg að athugað var hvort þau hross sem skráð voru litförótt væru það í raun, byggt á vitneskju um ættir og einstaklinga.
Fjöldi litföróttra hrossa í íslenska stofninum er óþarflega lítill, sérstaklega þegar litið er til þess að erlendir hrossakaupendur sækja nokkuð í að kaupa litförótt hross, og fer töluverður fjöldi þeirra úr landi ár hvert. Þó hefur baráttan fyrir því að fjölga litföróttum hrossum skilað nokkrum árangri. Hér að neðan má líta nokkrar myndrænar lýsingar á tölfræði litförótts litar á Íslandi undanfarna áratugi. Gögnin sem liggja að baki þessum útreikningum eru fengin úr VeraldarFeng þann 13. nóvember 2009. Hráar leitarniðurstöður voru unnar á þann veg að athugað var hvort þau hross sem skráð voru litförótt væru það í raun, byggt á vitneskju um ættir og einstaklinga.
Á grafi 1 má sjá að undanfarin ár hefur litföróttum folöldum fjölgað, en ekki er fjöldinn þó svo mikill að ekki megi greina áhrif notkunar einstakra fola. Fram til 1987 eru engir folar í notkun svo segja megi. Á árunum 1987-89 er það Erpur frá Erpsstöðum sem á nokkurn fjölda folalda, og sonur hans Ormarr frá Erpsstöðum gat nokkur af sér árið 1989. Nokkuð kom undan Litfara frá Helgadal á árunum 1989-93, og syni hans Vin frá Hraðastöðum árin 1994-95. Afsprengi Dyns frá Svínafelli, koma svo í heiminn árin 1996-97. Nökkvi frá Hólmi í Landeyjum eignast afkvæmi á árunum 1997-99. Upp úr aldamótum fara málin að flækjast nokkuð, því umfjöllun um litinn í hófapressunni er farin að hafa áhrif, og fleiri folar fá notkun en áður, enda fæðast mun fleiri litförótt folöld en verið hefur.
Árið 2000 fara synir Dyns frá Svínafelli; Andvari frá Guðnastöðum, Blámi frá Bár, Mökkur frá Litla-Hofi og Vinur frá Neistastöðum að auka á fjöldann, en einungis Blámi er notaður lengur en tvö sumur. Hæringur frá Brjánslæk, dóttursonur Erps, eignast afkvæmi á árunum 2001-05. Dóttursonur Litfara, fyrstu verðlauna graðhesturinn Gjafar frá Eyrarbakka, eignast sín fyrstu afkvæmi sumarið 2001, og eignaðist hann nokkurn fjölda litföróttra afkvæma árlega. Hann var seldur úr landi og kom síðasti árgangurinn undan honum hér á landi í heiminn árið 2009. Þá eignuðust dóttursynir Erps, Heimir og Hróarr undan Heiði frá Vatnsleysu, afkvæmi hér á árunum 2003-07, en Heimir er farinn úr landi. Hamur frá Blesastöðum, fyrstu verðlauna sonur Dyns, eignaðist einungis tvö litförótt afkvæmi á Íslandi, árið 2003, en hann er einnig útfluttur. Síðari ár hafa svo Aldur frá Skeggsstöðum, Bjálmi frá Bjálmholti, Eitill frá Skeggsstöðum, Flugar frá Efra-Seli, Helmingur frá Slettubóli, Hreimur frá Kaldbak, Ísar frá Efra-Seli, Litfari frá Ásamýri, Litfari frá Lækjarskógi, Loki frá Hamraendum og Segull frá Hátúni allir verið notaðir lengur en eitt sumar og eru sumir þeirra enn í notkun. Þá eru ótaldir folar sem eiga einungis skráð afkvæmi eitt ár, en þeir eru allmargir.
Þar sem enginn einn hestur hefur verið í notkun nema nokkur ár má gera því skóna að staða litarins sé enn býsna fallvölt, þar sem megnið af endurnýjun litarins veltur á notkun ungfola fyrir geldingu og góðhesta áður en þeir eru fluttir úr landi. Báðir þeir litföróttu graðhestar sem hlotið hafa fyrstu verðlaun eru nú á erlendri grundu. Viss fjöldi litföróttra folalda kemur í heiminn ár hvert undan hryssum, en það er í mörgum tilfellum einungis nægilegt til að viðhalda kyninu. Vona verður að einhverjir þeirra fola sem fæðst hafa undanfarin ár og hafa ekki enn hlotið reynslu verði gæðingar og fari ekki úr landi, né glati kirtlunum.
Árið 2000 fara synir Dyns frá Svínafelli; Andvari frá Guðnastöðum, Blámi frá Bár, Mökkur frá Litla-Hofi og Vinur frá Neistastöðum að auka á fjöldann, en einungis Blámi er notaður lengur en tvö sumur. Hæringur frá Brjánslæk, dóttursonur Erps, eignast afkvæmi á árunum 2001-05. Dóttursonur Litfara, fyrstu verðlauna graðhesturinn Gjafar frá Eyrarbakka, eignast sín fyrstu afkvæmi sumarið 2001, og eignaðist hann nokkurn fjölda litföróttra afkvæma árlega. Hann var seldur úr landi og kom síðasti árgangurinn undan honum hér á landi í heiminn árið 2009. Þá eignuðust dóttursynir Erps, Heimir og Hróarr undan Heiði frá Vatnsleysu, afkvæmi hér á árunum 2003-07, en Heimir er farinn úr landi. Hamur frá Blesastöðum, fyrstu verðlauna sonur Dyns, eignaðist einungis tvö litförótt afkvæmi á Íslandi, árið 2003, en hann er einnig útfluttur. Síðari ár hafa svo Aldur frá Skeggsstöðum, Bjálmi frá Bjálmholti, Eitill frá Skeggsstöðum, Flugar frá Efra-Seli, Helmingur frá Slettubóli, Hreimur frá Kaldbak, Ísar frá Efra-Seli, Litfari frá Ásamýri, Litfari frá Lækjarskógi, Loki frá Hamraendum og Segull frá Hátúni allir verið notaðir lengur en eitt sumar og eru sumir þeirra enn í notkun. Þá eru ótaldir folar sem eiga einungis skráð afkvæmi eitt ár, en þeir eru allmargir.
Þar sem enginn einn hestur hefur verið í notkun nema nokkur ár má gera því skóna að staða litarins sé enn býsna fallvölt, þar sem megnið af endurnýjun litarins veltur á notkun ungfola fyrir geldingu og góðhesta áður en þeir eru fluttir úr landi. Báðir þeir litföróttu graðhestar sem hlotið hafa fyrstu verðlaun eru nú á erlendri grundu. Viss fjöldi litföróttra folalda kemur í heiminn ár hvert undan hryssum, en það er í mörgum tilfellum einungis nægilegt til að viðhalda kyninu. Vona verður að einhverjir þeirra fola sem fæðst hafa undanfarin ár og hafa ekki enn hlotið reynslu verði gæðingar og fari ekki úr landi, né glati kirtlunum.
Á grafi 2 má sjá að þó fjöldi fæddra folalda hafi aukist, þá er hlutfall litförótta litarins enn ískyggilega lágt af heildarfjölda stofnsins. Árið 2007, þegar metfjöldi litföróttra folalda eru skráð fædd, 66 talsins, nær fjöldinn ekki einu sinni einum hundraðshluta af fjölda fæddra folalda það ár. Betur má ef duga skal og litföróttum lit verði tryggður varanlegur sess í hinum íslenska hrossastofni.
Ekki nægir það til viðhalds litarins að litförótt folöld komi í heiminn, þau þurfa líka að halda lífi, verða eftir á landinu, og síðast en ekki síst að verða hluti af ræktunarstofninum. Gera má ráð fyrir því að flestar litföróttar hryssur sem komast á legg eigi einhvern möguleika á að eignast litförótt afkvæmi um æfina, en einungis lítill hluti fæddra litföróttra fola fjölgar sér, og ekki fá þeir allir tækifæri til að geta af sér mörg afkvæmi. Þá liggur í hlutarins eðli að eftir því sem tíminn líður eru fleiri hross úr hverjum árgangi flutt út eða felld. Eins og sjá má á grafi 3 er nokkuð hátt hlutfall litföróttra folalda fæddra á seinni hluta fyrsta áratugar 21. aldar þegar fallið eða útflutt, og vekur það nokkurn ugg. Eftir nokkur ár kann að vera að þessi aukning á fæðingum litföróttra folalda sem hefur orðið undanfarin ár verði ekki til jafn mikils gagns fyrir útbreiðslu og viðhald litsins innanlands og æskilegast væri. Það er mikið kappsmál að viðhalda útbreiddum, fjölbreytilegum og gæðagóðum stofni litföróttra hrossa á Íslandi, því ef liturinn tapast hér innanlands, þá er hann okkur varanlega glataður.
Júní 2013