Áttunda afkvæmi Ösku okkur fætt reyndist vera bleikstjörnótt litförótt merfolald, eins á lit og Skessa frá Svínafelli var. Ekki var hún þó nefnd í höfuðið á Skessu gömlu, heldur var hún nefnd Lúfa, en hún gengur þó einnig undir gælunafninu Litla-Skessa. Ekki er þó hægt að segja að þær tvær séu alveg eins á litinn, því Hvati, faðir Lúfu, er arfhreinn um vindóttar erfðir og því hefur hún þær frá honum þó ekki sjáist þær á henni. Þá hefur hún sérlega vítt útbreiddan undirhárafeld, sem nær langt niður nefbeinið. Þannig að sýnilega stjörnótt er hún ekki allan ársins hring.
Strax fyrstu dagana bar mikið á því hve upplitsdjörf sú stutta var, og dróg ekki úr því eftir því sem á sumarið leið. Hún hafði mikið gaman af því að sýna sig, taka spretti hnarreist með stertinn upp í loft. Fór mikinn á sérlega svifmiklu montbrokki með hárri fótlyftu að framan jafnt og aftan. Þegar Aska kom heim frá fola þurfti að halda henni heima við bæ í nokkra daga þar sem við lá að hún yrði klumsa. Það tækifæri var nýtt til að spekja folaldið og gekk það vel. Nokkuð var hún bljúg í byrjun og viðkvæm, en spaktist fljótt og var hægt að teyma hana út úr hesthúsinu og allan hringinn í kringum skemmuna án nokkurra vandkvæða þótt móðir hennar væri inni í stíu að hneggja eftir henni. Hún hefur reynst gæf og forvitin um manninn. Nú býr hún að Reykjum skammt frá Blönduósi og verður þar í uppvexti og góðu atlæti, að hálfu í eigu Jóhönnu Stellu Jónsdóttur.
Sumarið 2013 var henni haldið undir Skara frá Skagaströnd, tveggja vetra fola undan Kappa frá Kommu og Þrumu frá Skagaströnd, dóttur Markúsar frá Langholtsparti og Sunnu frá Akranesi.
Strax fyrstu dagana bar mikið á því hve upplitsdjörf sú stutta var, og dróg ekki úr því eftir því sem á sumarið leið. Hún hafði mikið gaman af því að sýna sig, taka spretti hnarreist með stertinn upp í loft. Fór mikinn á sérlega svifmiklu montbrokki með hárri fótlyftu að framan jafnt og aftan. Þegar Aska kom heim frá fola þurfti að halda henni heima við bæ í nokkra daga þar sem við lá að hún yrði klumsa. Það tækifæri var nýtt til að spekja folaldið og gekk það vel. Nokkuð var hún bljúg í byrjun og viðkvæm, en spaktist fljótt og var hægt að teyma hana út úr hesthúsinu og allan hringinn í kringum skemmuna án nokkurra vandkvæða þótt móðir hennar væri inni í stíu að hneggja eftir henni. Hún hefur reynst gæf og forvitin um manninn. Nú býr hún að Reykjum skammt frá Blönduósi og verður þar í uppvexti og góðu atlæti, að hálfu í eigu Jóhönnu Stellu Jónsdóttur.
Sumarið 2013 var henni haldið undir Skara frá Skagaströnd, tveggja vetra fola undan Kappa frá Kommu og Þrumu frá Skagaströnd, dóttur Markúsar frá Langholtsparti og Sunnu frá Akranesi.
Júní 2013