Bleiki-Blesi kom í heiminn sumarið 2007, þriðji sonur Skessu og Gídeons frá Lækjarbotnum. Allir þrír voru bleikir, en ólíkir þó. Sá elsti, Imsland, stjörnóttur, sá í miðið, Skæringur, var einlitur, en Bleiki-Blesi, eins og nafnið gefur til kynna, er blesóttur. Nafnið kemur þó líka til vegna þess að þó nokkurn svip má sjá með Bleika-Blesa og móðurafa hans, Blesa 1000 frá Jaðri. Sem folald var Bleiki-Blesi fjörugur og félögum sínum snarari á spretti. Hann var tekinn undan og fluttur að Bár í Flóa veturinn 2008. Skömmu eftir landsmót sumarið 2008, var Bleiki-Blesi geltur. Þá kom í ljós að einhver óværa hrjáði hann, eins og verða vill með tryppi. Uppálagði dýralæknir að folinn yrði sprautaður daglega í viku til að vinna bug á því. Reyndist Bleiki-Blesi vera auðsveipur og góður í meðförum, lét meðal annast teyma sig frá stóðinu og heim í traðir án teljandi mótmæla. Snemma vors 2009 fór Bleiki-Blesi í vist að Efra-Langholti í Hreppum.
Helst er það einkenni á Bleika-Blesa að hann stefnir í að verða stór og mikill vexti. Ekki er það mikil furða, þar sem hann á ættir til þess. Faðir hans Gídeon mælist 142 cm á herðakamb samkvæmt stangarmáli við kynbótadóm. Skessa móðir Bleika-Blesa var mikil vexti eins og nafngiftin ber með sér. Mestur hestur var þó afi og nafni Bleika-Blesa, Blesi 1000 frá Jaðri, en hann mældist 150 cm á stöng. Um áramótin 2009-2010, þegar Bleiki-Blesi var á þriðja vetur, mældist hann 141 cm á stöng. Gera má því skóna að einhvern vöxt eigi hann enn eftir að taka út. Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu, sem Skessa var hjá, segist viss um að efni sé í folanum. Fyrir Bleika-Blesa liggur að verða reiðhestur Freyju, gangi allt að óskum.
Veturinn 2010-11 var Bleiki-Blesi í tvígang tekin á hús í Efra-Langholti og frumtamin af Berglindi Ágústsdóttur, mánuð í hvort sinn. Eins og við mátti búast af svo stóru tryppi var gangurinn ekki lungamjúkur, en þó merkilega lítt hastur miðað við stærð. Í byrjun reyndi hann að vera með nokkurn yfirgang og ráðríki, en var fljótur að láta af því þegar hann sá að það var ekki til gagns. Hann brokkaði stórum skrefum og var farinn að stíga tölt á hægu. Hann virðist með öllu óbanginn, traustur og öruggur. Til að mynda var brugðið á þann leik að setja Hjaltlandseyjafjárhund á bak Bleika-Blesa eftir nokkurra vikna tamningu, og virtist honum standa slétt á sama um það tiltæki.
Sumarið 2011 var stefnan tekin með Bleika-Blesa niður að Bár svo Freyja gæti átt eilítið við hann. Ekki reyndist erfitt að handsama hann, en þegar kom að því að koma honum á kerru var annað uppi á teningnum. Hausinn stóð of hátt svo að klárinn sá upp á þak kerrunni þegar átti að teyma hann á, þannig að ekki hugnaðist honum að bogra sig til að komast inn. Það hafðist þó með handafli að keyra folann upp á kerru, en ekki fór vel um hann í þrengslunum. Þegar komið var niður að Bár kom aftur upp sama vandamál þegar átti að fara með hann um hlið með vír hátt uppi á hliðstólpum, vírinn var í augnhæð við Bleika-Blesa og ekki gast honum að því, en fór þó undir eftir stuttar fortölur. Þannig að það stendur honum nokkuð fyrir þrifum að kunna ekki enn að lúta lágt.
Vikurnar eftir það var farið nokkrum sinnum á bak honum, en vegna skorts á meðreiðarsveinum fékk hann mest að æfa sig í að vera teymdur. Gekk það allt eins og í sögu, bæði á seinagangi og meiri ferð, hægri hlið og vinstri. Stuttu reiðtúrarnir sem farið var í á honum staðfestu þó það sem stefndi í þegar hann var folald. Yfirferðin á eftir að vera greið þegar fram í sækir. Á valhoppi í rólegheitum er skreflengdin slík að ferðin verður drjúg. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stökkferðin verður þegar hann hefur tekið úr meiri líkamlegan þroska. Eftir þetta hefur honum lítið verið riðið, enda eigandinn handan Atlantshafsins við nám. Það stendur þó til bóta þegar námi lýkur.
Helst er það einkenni á Bleika-Blesa að hann stefnir í að verða stór og mikill vexti. Ekki er það mikil furða, þar sem hann á ættir til þess. Faðir hans Gídeon mælist 142 cm á herðakamb samkvæmt stangarmáli við kynbótadóm. Skessa móðir Bleika-Blesa var mikil vexti eins og nafngiftin ber með sér. Mestur hestur var þó afi og nafni Bleika-Blesa, Blesi 1000 frá Jaðri, en hann mældist 150 cm á stöng. Um áramótin 2009-2010, þegar Bleiki-Blesi var á þriðja vetur, mældist hann 141 cm á stöng. Gera má því skóna að einhvern vöxt eigi hann enn eftir að taka út. Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu, sem Skessa var hjá, segist viss um að efni sé í folanum. Fyrir Bleika-Blesa liggur að verða reiðhestur Freyju, gangi allt að óskum.
Veturinn 2010-11 var Bleiki-Blesi í tvígang tekin á hús í Efra-Langholti og frumtamin af Berglindi Ágústsdóttur, mánuð í hvort sinn. Eins og við mátti búast af svo stóru tryppi var gangurinn ekki lungamjúkur, en þó merkilega lítt hastur miðað við stærð. Í byrjun reyndi hann að vera með nokkurn yfirgang og ráðríki, en var fljótur að láta af því þegar hann sá að það var ekki til gagns. Hann brokkaði stórum skrefum og var farinn að stíga tölt á hægu. Hann virðist með öllu óbanginn, traustur og öruggur. Til að mynda var brugðið á þann leik að setja Hjaltlandseyjafjárhund á bak Bleika-Blesa eftir nokkurra vikna tamningu, og virtist honum standa slétt á sama um það tiltæki.
Sumarið 2011 var stefnan tekin með Bleika-Blesa niður að Bár svo Freyja gæti átt eilítið við hann. Ekki reyndist erfitt að handsama hann, en þegar kom að því að koma honum á kerru var annað uppi á teningnum. Hausinn stóð of hátt svo að klárinn sá upp á þak kerrunni þegar átti að teyma hann á, þannig að ekki hugnaðist honum að bogra sig til að komast inn. Það hafðist þó með handafli að keyra folann upp á kerru, en ekki fór vel um hann í þrengslunum. Þegar komið var niður að Bár kom aftur upp sama vandamál þegar átti að fara með hann um hlið með vír hátt uppi á hliðstólpum, vírinn var í augnhæð við Bleika-Blesa og ekki gast honum að því, en fór þó undir eftir stuttar fortölur. Þannig að það stendur honum nokkuð fyrir þrifum að kunna ekki enn að lúta lágt.
Vikurnar eftir það var farið nokkrum sinnum á bak honum, en vegna skorts á meðreiðarsveinum fékk hann mest að æfa sig í að vera teymdur. Gekk það allt eins og í sögu, bæði á seinagangi og meiri ferð, hægri hlið og vinstri. Stuttu reiðtúrarnir sem farið var í á honum staðfestu þó það sem stefndi í þegar hann var folald. Yfirferðin á eftir að vera greið þegar fram í sækir. Á valhoppi í rólegheitum er skreflengdin slík að ferðin verður drjúg. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stökkferðin verður þegar hann hefur tekið úr meiri líkamlegan þroska. Eftir þetta hefur honum lítið verið riðið, enda eigandinn handan Atlantshafsins við nám. Það stendur þó til bóta þegar námi lýkur.
Júní 2013