Haraldur hárfagri er brúnblesóttur litföróttur, og á litförlina að sjálfsögðu að sækja til Skessu móður sinnar. Blesuna og ægishjálminn fékk hann frá föður sínum Ægi frá Móbergi, sem ber slettuskjótt dulið. Haraldur er drjúgur vexti eins og móðurkynið. Ætti að búa yfir tölti, en er skeiðlaus. Hann var bandvaninn fimm vetra gamall, og sýndi að þrátt fyrir stærðina hefur hann hálfgert hérahjarta, og var frekar bljúgur, en þó fús að nema það sem honum var kennt. Haraldur er nú farinn til tamningar, og kemur í ljós hvað úr honum verður.
September 2013