Heppa er brúnhjálmskjótt hryssa, arfhrein um slettuskjótta erfðaþáttinn, fædd árið 2011 á Gafli í Svínadal. Litmynstur hennar er þannig að brúni liturinn er sæmilega vel svartur og hvítt er áberandi á henni, hún er glámblesótt og glaseyg, hásokkótt á alla fætur. Kviðurinn er hvítur upp á síður og tengjast sokkarnir við.
Þar sem Gafl er eyðibýli má ekki ská hross þaðan þó þau séu þar fædd og gangi allt árið. Heppa er því skráð frá Tindum, en á milli þessara staða eru náin eignatengsl. Gaflshryssurnar eru flestar komnar frá Tindum, úr stóði Sigurjóns Lárussonar eftir hans dag. Stóðið á Gafli er hins vegar í eigu systur hans, Gunnhildar Lárusdóttur og manns hennar Sigurðar Ingþórssonar á Blönduósi. Heppa er keypt af þeim folald og flutt suður upp úr jólum á fyrsta vetri. Þar var hún fyrst til húsa í hesthúsahverfinu á Selfossi fram á vor, þar til hún fór að Sölvholti til uppeldis í unghrossastóðinu á Sölvholtsmýrum. Þar unir hún sér vel innan um annað ungviði og nokkur eldri hross.
Heppa heitir svo vegna þess að eitt sinn lofaði Páll sjálfum sér því að skýra þessu nafni. Heppa var allmikill, hár og áberandi, grasi vaxinn klettahöfði sem skagaði fyrrum í sjó fram austan hafnarinnar í Höfn í Hornafirði, en er nú umlukinn uppfyllingum. „Þessi höfði var gjarnan leikvangur okkar krakkanna á Höfn og því hef ég alltaf borið taugar til hans.“ Einnig hefur Páll grínast með það að tryppið hafi verið sérlega heppið að komast í hans eigu og eigi því þetta nafn skilið.
Ætt Heppu er misvel þekkt. Ætt föðurafa hennar er vel þekkt, en föðurömmu síður. Í móðurlegginn verður ættin ekki rakin en uppruninn er ljós.
Faðir Heppu er Brúnblesi frá Nesi í Fljótum, brúnblesóttur hringeygur með örlítinn hvítan blett á öðrum afturfæti. Hann er arfblendinn um slettuskjótta erfðaþáttinn. Brúnblesi er undan Glanna frá Kálfhóli, jarpblesóttum, sem var undan Gassa 1036 frá Vorsabæ II, rauðblesóttum leistóttum, Hrafnssyni 802 frá Holtsmúla. Móðir Brúnblesa var Brúnblesa frá Eystri-Hól, svartblesótt. Brúnblesi lofaði að sögn góðu á tamningaaldri. Ekki varð þó reiðhestur úr honum þar sem hann varð fyrir óhappi, heltist svo illa að hann er nú með staurfót, og var ekki því reitt framar. Hann hefur þó sinnt hryssum án vandkvæða, og hafst vel við á útigangi hátt í fjallshlíð allar götur síðan.
Móðir Heppu er Fagra frá Tindum, brúnskjótt blesótt, arfblendin um bæði skjótt og slettuskjótt. Ætt hennar er ekki þekkt að öðru leyti en því að hún er úr Tindastóðinu. Líklegast er að faðir hennar sé Hringur frá Tindum 1998 jarpblesóttur en um það verður ekki fullyrt.
Þar sem Gafl er eyðibýli má ekki ská hross þaðan þó þau séu þar fædd og gangi allt árið. Heppa er því skráð frá Tindum, en á milli þessara staða eru náin eignatengsl. Gaflshryssurnar eru flestar komnar frá Tindum, úr stóði Sigurjóns Lárussonar eftir hans dag. Stóðið á Gafli er hins vegar í eigu systur hans, Gunnhildar Lárusdóttur og manns hennar Sigurðar Ingþórssonar á Blönduósi. Heppa er keypt af þeim folald og flutt suður upp úr jólum á fyrsta vetri. Þar var hún fyrst til húsa í hesthúsahverfinu á Selfossi fram á vor, þar til hún fór að Sölvholti til uppeldis í unghrossastóðinu á Sölvholtsmýrum. Þar unir hún sér vel innan um annað ungviði og nokkur eldri hross.
Heppa heitir svo vegna þess að eitt sinn lofaði Páll sjálfum sér því að skýra þessu nafni. Heppa var allmikill, hár og áberandi, grasi vaxinn klettahöfði sem skagaði fyrrum í sjó fram austan hafnarinnar í Höfn í Hornafirði, en er nú umlukinn uppfyllingum. „Þessi höfði var gjarnan leikvangur okkar krakkanna á Höfn og því hef ég alltaf borið taugar til hans.“ Einnig hefur Páll grínast með það að tryppið hafi verið sérlega heppið að komast í hans eigu og eigi því þetta nafn skilið.
Ætt Heppu er misvel þekkt. Ætt föðurafa hennar er vel þekkt, en föðurömmu síður. Í móðurlegginn verður ættin ekki rakin en uppruninn er ljós.
Faðir Heppu er Brúnblesi frá Nesi í Fljótum, brúnblesóttur hringeygur með örlítinn hvítan blett á öðrum afturfæti. Hann er arfblendinn um slettuskjótta erfðaþáttinn. Brúnblesi er undan Glanna frá Kálfhóli, jarpblesóttum, sem var undan Gassa 1036 frá Vorsabæ II, rauðblesóttum leistóttum, Hrafnssyni 802 frá Holtsmúla. Móðir Brúnblesa var Brúnblesa frá Eystri-Hól, svartblesótt. Brúnblesi lofaði að sögn góðu á tamningaaldri. Ekki varð þó reiðhestur úr honum þar sem hann varð fyrir óhappi, heltist svo illa að hann er nú með staurfót, og var ekki því reitt framar. Hann hefur þó sinnt hryssum án vandkvæða, og hafst vel við á útigangi hátt í fjallshlíð allar götur síðan.
Móðir Heppu er Fagra frá Tindum, brúnskjótt blesótt, arfblendin um bæði skjótt og slettuskjótt. Ætt hennar er ekki þekkt að öðru leyti en því að hún er úr Tindastóðinu. Líklegast er að faðir hennar sé Hringur frá Tindum 1998 jarpblesóttur en um það verður ekki fullyrt.
Júlí 2013